Tuesday, November 18, 2008

 

Vonin.

Fyrir mörgum árum las ég bók sem hét Þegar vonin ein er eftir.Mig minnir að höfundurinn hafi verið mella sem að lokum slapp frá ótrúlegum hremmingum og gat skrifað þessa bók.Ég hef svo sem lent í ýmsu um mína ævi. Upplifað mikla gleði og stundum sorg. Vonin sem stúlkan lifði af er enn eftir hjá mér. Við kisi minn erum enn hér. Enn kvíðinn er mikill eins og hjá flestum okkar. Nema glæpaliðinu sem kom okkur í þessa stöðu. Þeim er alveg nákæmlega sama. Ég er nú ekki vanur að blogga á þennan hátt. En kannski er það hugarfró. Ég nenni ekki einu sinni að djöflast út í Davíð og Halldór. Ég hef svo oft gert það áður. Og sannleikurinn í vandræðum okkar íslendinga nú hef ég svo oft rakið til þessara manna að það er líklega nóg komið.
Ég hef nú ekki verið hér á netinu mikið að undanförnu. En veit samt nokkurnveginn hvað hefur verið að gerast. Ég ætla samt ekki að gefast upp og halda í vonina sem ég hef alltaf átt. Ykkar Hösmagi.

Saturday, November 08, 2008

 

Laumuspil.

Margt virðist einkennilegt við bankahrunið í haust. Og það virðist heldur ekki vera mikill áhugi hjá ríkisstjórninni að upplýsa þjóðina um margt sem hún veit sjálf. Ráðherrarnir tala út og suður. Nú hefur komið í ljós að Björgvin Sigurðsson átti fund með hinum breska Darling þann 1 september um Icesave reikningana. Svo töluðust þeir við sá sami Darling og Árni Matt. Eftir það sprakk blaðran og bretarnir urðu kolóðir og beittu fyrir sig hryðjuverkalögum. Það er lítill vafi á að þarna er tenging á milli. Við fáum nú sennilega aldrei að vita sannleikann. Frekar en annað sem hefur sett okkur í þá stöðu sem við erum nú í. Ég ætti ekki að vera að blogga um þetta. Maður verður bara enn leiðari á þessu. Og öllu misræminu frá degi til dags.Festir sem voru skipaðir í nýju bankaráðin í gær eru gamlir og nýir flokksgæðingar. Og allir nýju bankastjórarnir voru háttsettir stjórnendur í gömlu einkavæddu bönkunum. Það er að sjálfsögðu hreinn skandall. Það þarf að gera stórhreingerngu í öllum þessum stofnunum. Og einnig í mörgum öðrum eins og seðlabanka og hjá fjármálaeftirlitinu. Við eigum nóg af hæfu og velmenntuðu fólki til að taka þessi nýju störf að sér. Það má heldur ekki dragast að hefja sakamálarannsókn á öllu sem viðkom stjórn gömlu bankanna og draga þá seku til ábyrgðar. En líklega verður þetta allt í anda Geirs. Hann segir yfirleitt að þetta komi bara í ljós. Enda úti að aka flesta daga.

Það er enn blíðskaparveður. Það er það eina jákæða við þetta blessaða sker.Kimi sefur og ég ætla að bregða mér aðeins út í góðaveðrið. Bestu kveðjur frá okkur, ykkar Hösmagi.

Monday, November 03, 2008

 

Nóvember 2008.

Hinir hvítu taumar Ingólfsfjalls teygja sig nú daprir niður hlíðar þess. Hvítir eru líka flibbarnir hjá glæpaliðinu sem gerðu sig að einkahlutafélugum korteri áður en hrunið varð. Þó ríkið sé að reyna að reka bankana sem milljarðamæringarnir skildu eftir í rústum þá virkar ekkert. Það er örugglega fullt af hæfu fólki í þessum rústum. En bréf um að búið sé að leggja inn peninga sem lagðir höfðu verið til hliðar af þessum smáaurum eru bara innstæðulaus. Ég var í "bankanum mínum"í morgun.Mér var sagt að það væri verið að vinda ofan af hlutunum. Staðfest bréf og loforð skipta jafnvel enn minna máli en meðan glæpaliðið stjórnaði. Kannski var ekki gott við að eiga. Margir hafa tapað miklu. Sorglegast er með ævisparnað gamla fólksins sem var blekkt á hinn svívirðilegasta hátt með því að setja eignir þess í spilapott glæpamanna. Dæmin eru ótalmörg. Eigum við treysta sama fólkinu sem enn stjórnar þessu landi? Það er að setja okkur afarkosti. Gerir mér minna en mörgum öðrum. En ég er enn þegn í þessu landi. Og þegar fógetinn kemur þá á ég haglabyssuna mína enn. En eins og allir vita er ég friðsemdarmaður og finnst stangirnar miklu skemmilegri en byssurnar.
Sama ástandi á Kimi. Sefur fast og sem betur fer veit hann ekkert um Davíð, Halldór og allt hitt glæpagengið. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online