Tuesday, November 18, 2008

 

Vonin.

Fyrir mörgum árum las ég bók sem hét Þegar vonin ein er eftir.Mig minnir að höfundurinn hafi verið mella sem að lokum slapp frá ótrúlegum hremmingum og gat skrifað þessa bók.Ég hef svo sem lent í ýmsu um mína ævi. Upplifað mikla gleði og stundum sorg. Vonin sem stúlkan lifði af er enn eftir hjá mér. Við kisi minn erum enn hér. Enn kvíðinn er mikill eins og hjá flestum okkar. Nema glæpaliðinu sem kom okkur í þessa stöðu. Þeim er alveg nákæmlega sama. Ég er nú ekki vanur að blogga á þennan hátt. En kannski er það hugarfró. Ég nenni ekki einu sinni að djöflast út í Davíð og Halldór. Ég hef svo oft gert það áður. Og sannleikurinn í vandræðum okkar íslendinga nú hef ég svo oft rakið til þessara manna að það er líklega nóg komið.
Ég hef nú ekki verið hér á netinu mikið að undanförnu. En veit samt nokkurnveginn hvað hefur verið að gerast. Ég ætla samt ekki að gefast upp og halda í vonina sem ég hef alltaf átt. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Gott að sjá að bloggarinn Hösmagi er ekki dauður úr öllum. Haltu endilega áfram að djöflast í Davíð og Halldóri, sérstaklega Davíð. Nóg gefur hann færi á sér þessa dagana. Tók sér smá frí frá því að "benda á slæma stöðu bankanna" og notaði tímann til að afnema bindiskylduna. Moron.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online