Monday, November 03, 2008

 

Nóvember 2008.

Hinir hvítu taumar Ingólfsfjalls teygja sig nú daprir niður hlíðar þess. Hvítir eru líka flibbarnir hjá glæpaliðinu sem gerðu sig að einkahlutafélugum korteri áður en hrunið varð. Þó ríkið sé að reyna að reka bankana sem milljarðamæringarnir skildu eftir í rústum þá virkar ekkert. Það er örugglega fullt af hæfu fólki í þessum rústum. En bréf um að búið sé að leggja inn peninga sem lagðir höfðu verið til hliðar af þessum smáaurum eru bara innstæðulaus. Ég var í "bankanum mínum"í morgun.Mér var sagt að það væri verið að vinda ofan af hlutunum. Staðfest bréf og loforð skipta jafnvel enn minna máli en meðan glæpaliðið stjórnaði. Kannski var ekki gott við að eiga. Margir hafa tapað miklu. Sorglegast er með ævisparnað gamla fólksins sem var blekkt á hinn svívirðilegasta hátt með því að setja eignir þess í spilapott glæpamanna. Dæmin eru ótalmörg. Eigum við treysta sama fólkinu sem enn stjórnar þessu landi? Það er að setja okkur afarkosti. Gerir mér minna en mörgum öðrum. En ég er enn þegn í þessu landi. Og þegar fógetinn kemur þá á ég haglabyssuna mína enn. En eins og allir vita er ég friðsemdarmaður og finnst stangirnar miklu skemmilegri en byssurnar.
Sama ástandi á Kimi. Sefur fast og sem betur fer veit hann ekkert um Davíð, Halldór og allt hitt glæpagengið. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Vonum bara að það verði látið rigna all hressilega. Þá skríða maðkarnir upp úr drullunni sem er víst til nóg af hér á skerinu.
 
Það mígrignir hér nú. En það er nú spurning hvort ekki væri betra að hafa glæpaormana endanlega niðri í helvíti þar sem þeir sannarlega eiga heima.
 
Helvítunum líður betur í drullunni, málið er að ná þeim upp og hengja á öngulinn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online