Saturday, November 08, 2008

 

Laumuspil.

Margt virðist einkennilegt við bankahrunið í haust. Og það virðist heldur ekki vera mikill áhugi hjá ríkisstjórninni að upplýsa þjóðina um margt sem hún veit sjálf. Ráðherrarnir tala út og suður. Nú hefur komið í ljós að Björgvin Sigurðsson átti fund með hinum breska Darling þann 1 september um Icesave reikningana. Svo töluðust þeir við sá sami Darling og Árni Matt. Eftir það sprakk blaðran og bretarnir urðu kolóðir og beittu fyrir sig hryðjuverkalögum. Það er lítill vafi á að þarna er tenging á milli. Við fáum nú sennilega aldrei að vita sannleikann. Frekar en annað sem hefur sett okkur í þá stöðu sem við erum nú í. Ég ætti ekki að vera að blogga um þetta. Maður verður bara enn leiðari á þessu. Og öllu misræminu frá degi til dags.Festir sem voru skipaðir í nýju bankaráðin í gær eru gamlir og nýir flokksgæðingar. Og allir nýju bankastjórarnir voru háttsettir stjórnendur í gömlu einkavæddu bönkunum. Það er að sjálfsögðu hreinn skandall. Það þarf að gera stórhreingerngu í öllum þessum stofnunum. Og einnig í mörgum öðrum eins og seðlabanka og hjá fjármálaeftirlitinu. Við eigum nóg af hæfu og velmenntuðu fólki til að taka þessi nýju störf að sér. Það má heldur ekki dragast að hefja sakamálarannsókn á öllu sem viðkom stjórn gömlu bankanna og draga þá seku til ábyrgðar. En líklega verður þetta allt í anda Geirs. Hann segir yfirleitt að þetta komi bara í ljós. Enda úti að aka flesta daga.

Það er enn blíðskaparveður. Það er það eina jákæða við þetta blessaða sker.Kimi sefur og ég ætla að bregða mér aðeins út í góðaveðrið. Bestu kveðjur frá okkur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Við verðum náttúrlega að líta á þá staðreynd að það fengist enginn til vinnu í bankana nema einhver af gamla spillingarliðinu, og alls ekki fyrir minna en 2 millur á mánuði! Það er ekkert í lagi með þetta lið. Eins og væri ekki hægt að fá þrælmenntað og hæft fólk sem ekki er sjálft á kafi í skíthaugnum til að stýra þessum bönkum fyrir t.d. 900.000 krónur á mánuði. Nokkuð viss um að margir myndu stökkva á slíkt tækifæri. Málið er bara að þetta lið þorir ekki að hleypa neinum utanaðkomandi í kássuna þar sem kryddið er allt að heiman, úr innsta héraði. Íslendingar hafa, án heildstæðrar vitneskju og þaðan af síður þátttöku 85% þjóðarinnar, líkast til verið á meðal spilltustu þjóða heims síðustu 10 árin og nú óttast margir að komist upp um kúkinn. IMF-lánið mun brenna upp á ca. 5-10 dögum bara í innlausnum eigna sem útlendingar eiga hér og gengið falla um 50% í viðbót þrátt fyrir þessa skuldsetningu, sem stendur eftir án nokkurs í staðinn. Auðlindirnar verða seldar erlendum stórfyrirtækjum á spottprís, Þjórsárdal sökkt, þessu stórbrotna landsvæði með óviðjafnanlegri náttúru og sögulegum minjum, og eftir situr glötuð þjóð án menningar, framfærslu og sjálfsvirðingar, komin upp á hjartagæsku nágranna og vina sem við höfum aldrei sýnt þá virðingu sem þeir hafa sýnt okkur. Það er búið að rústa Íslandi. Og svo skammast sín ekki neinn. Bankamenn benda hver á annan og sömuleiðis stjórnmálamenn, allir jafn stikkfrí eftir sukkið. Eignir landsmanna brenna upp hraðar en sterarnir hlupu í blóð Ben Johnsons '88 og innan þessa pattmengis er hverjum sem er fært að hlaupa inn í þetta frjálsa hagkerfi af sama ribbaldahættinum og íslensku útrásarvíkingarnir hlupu inn í Austur-Evrópu og Rússland eftir hrun kommúnismans - hirða bestu bitana og láta þessu aumu þjóð um að sigta sinn uppáhelling tvisvar næstu 50 árin. Svona er Ísland í dag.
 
Ég get tekið undir þetta allt. Vona samt að afleiðingarnar verði ekki svona skelfilegar. En spillingin mun halda áfram. Eins og málin standa nú verður rannsókn á því hvernig þetta gerðist kákið eitt. Bara til málamynda og glæponarnir þurfa engu að kvíða.Ég var að lesa grein á eyjunni eftir Grím Atlason.Afarfróðleg lesning og sýnir hve gjörspillt stjórmálin hafa verið undanfarin ár. Kannski er frægasta dæmið um þingmanninn sem gripinn var fyrir stórþjófnað, dundaði svo nokkra mánuði vestur á Kvíabryggju og var svo kominn á þing stuttu síðar. Það er auðvitað ljóst að fáir, ef nokkrir, stórþjófanna sem nú standa keikir og bera enga ábyrgð á neinu, muni lenda á Kvíabryggju.Þetta er þvílík hörmung að manni verður raunverulega illt af hugsa um það.Ég þakka kommentið Sölvi minn og hringi á mánudaginn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online