Saturday, December 19, 2009

 

Kastljós.

Það var gaman að fylgjast með hluta af kastljósi gærkvöldsins. Flott viðtalið við Sölva og Yrsu. En það var heldur verra að fylgjast með sumu öðru.Það er eins og engin takmörk séu stundum í lágkúruskapnum. Féttin um ölvun Ögmundar Jónassonar var hreinlega fyrir neðan allar hellur. Það bendir ekkert, nákvæmlega ekkert, til þess að minn ágæti þingmaður og skoðanabróðir, Ögmundur, hafi verið fullur á Alþingi í gær. Fullur eða ölvaður. Hann vildi einfaldlega ekki veita sjónvarpinu viðtal eftir að hafa drukkið hvítvín með matnum. Og hvað með það? Það var mikið gert úr því að hann hefði greitt atkvæði í þinginu eftir að hafa fengið sér í glas með matnum. Ekkert má nú. Mér finnst nú ekki tiltökumál þó fólk bragði aðeins á veigum í öllum leiðindunum og flatneskjunni á þinginu um þessar mundir. Ögmundur kom líka heiðarlega fram og sagði Sigmari eins og var. Og Sigmar var svo heiðarlegur að hlaupa með þetta hreinskilna svar í kastljósið til að gera lítið úr Ögmundi.Ég hugsa að þetta hafi verið gert í fljótræði og algjörlega vanhugsað. Ég gef Sigmari annan séns enda oftast ágætur sjónvarpsmaður. Sölvi var auðvitað langflottastur þarna í gærkvöldi. Svo er hann líka verðandi múltimilli svo það er nú aldeilis ekki alveg ónýtt að þekkja hann. Bróðir hans strax farinn að hefja hann upp til skýjanna. Ég er viss um að danirnir verða hrifnir og þá er brautin rudd til fleiri landa.
Nú hefur hann fryst en lognið er enn til staðar. Gaman að viðra sig í lognkælunni í morgun og nú er ég sjálfur hættur að menga með tóbaksreyknum. Ef ég hefði keypt mér meira tóbak eftir að ég kom heim af spítalanum þann 5. des væri upphæðin komin í um 20.000 kr. Ég er bara andskoti ánægður með að hafa kvatt reykinn. Bravó fyrir sjálfum mér.

Lærið er nú komið í pækilinn. Fæ svo sauðinn í dag eða á morgun svo ég fer að verða brynjaður matvælum til jólanna. Fer minn venjulega rúnt á aðfangadag og svo heim aftur á jólanótt og leggst í bækur og leti. Við Kimi ætlum að hafa það svakalega rólegt um jólin. Fáum okkur samt smágöngutúr, étum, sofum og étum svo meira. Biðjum að heilsa, ykkar Hösmagi.

Comments:
Algjörlega sammála gráskegg varðandi Ögnumd. Þakka líka fyrir comment um að ást mín á lille bro sé tengd hans innistæðu á bankareikn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online