Monday, September 14, 2009

 

Septembergrámi.

Lauf trjánna eru farin að flyksast um loftið.Haustmerkin augljós enda stutt í jafndægri á hausti. Það rétt mótar fyrir fjallinu góða í þokumistrinu.Það er þó sæmilega hlýtt og vonandi verður lítill snjór í kortunum í vetur.
Nú stefnir í að Íslandsbanki verði afhentur kröfuhöfum sínum. Ríkið ætlar að eiga 5% hlut áfram og leggja bankanum til 25 milljarða í " víkjandi" lán. Víkjandi lán er annað nafn á gjafapeningum. Hinn 1. nóvember n.k. ætla svo sýslumenn landsins að hefja uppboðin að nýju. Við sýslumannsembættið hér á að selja 400 eignir. Engin víkjandi lán á þeim eignum. Ríkisstjórn lítilmagnans ætlar að láta kné fylgja kviði. Það er svo dýrt að hjálpa almenningi þó nægir peningar séu til til að moka í gjaldþrota fyrirtæki glæpahyskisins.Forsætisráðherrann er í felum. Heldur sig til hlés eins og einn sykurdrengja hennar orðar það. Kannski er Jóhanna svona upptekin við að svara hinum 2.500 spurningum evrópusambandsins? Mikið óskaplega er ég orðinn leiður á formönnum ríkisstjórnarflokkanna.Fólkinu sem lofaði að slá skjaldborg um heimilin sem nú á að fara að splundra með nauðungaruppboðum. Þessu fólki dettur ekkert skynsamlegt í hug. Sömu gömlu íhaldsúrræðin og við þekkjum svo alltof vel. Hækka neysluskatta daglega. Skatta, sem bitna harðast á þeim sem minnst hafa.Handrukkarar AGS ráða stýrivöxtunum. Laun lækka og verðbólgan æðir áfram. Fólkið sem fyrir nokkrum árum átti dágóðan hlut í eignum sínum stendur á núlli og margir reyndar komnir í stóran mínus. Steingrímur hefur lýst því yfir að hann sé píslarvottur. Hans verði þó minnst síðar fyrir afrek sín. Hann sitji nú ystur til borðs, smáður og hrakinn. Skúrkurinn í kúrekamyndinni. Fólk kann ekki gott að meta og rífur bara kjaft. Menn eins og undirritaður sem ekki kann að meta svikin loforð eru ekki hátt skrifaðir hjá þessum fjármálaráðherra. Það er illt í efni hjá okkur íslendingum. Yfir 90% alþingismanna algjörlega óhæfir. Hina er hægt að telja á fingrum annarar handar.
Þessi pistill er skrifaður á nánast nýja tölvu. Mér áskotnaðist þessi græja í síðustu viku. Hewlett Pacard með 19 tommu flatskjá. Það kemur sér stundum vel að þekkja menn sem muna eftir manni þegar eitthvað gott rekur á fjörur. Gamla Dell tölvan mín var reyndar í ágætu lagi. Hún fær þó að hvíla sig í bili.
Kimi liggur frammi á gangi. Ég held að hann sé í andlegri íhugun. Vonandi er hann ekki að hugsa um landsfeður og mæður. Við snjóum þetta saman eins og áður.Biðjum að heilsa vinum okkar, ykkar Hösmagi.

Comments:
Svo merkilega vill til að mig dreymdi þessa nýju tölvu fyrir örfáum klukkustundunum síðan. Kannski að hún sé táknmynd Steingríms sem ætlar að birtast í nýju líki, massaðri og duglegri en nokkru sinni fyrr? Það væri óskandi, þótt líkurnar séu kannski ekki miklar. Bestu kveðjur á Selfoss, Sölvi Björn
 
Táknmynd Steingríms? Nei, ég held ekki því hann virðist vera með bilun í stýrikerfinu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online