Wednesday, September 30, 2009

 

Hvellur.

Ögmundur hefur sagt af sér. Mig undrar það ekki. Frekjan í Samfylkingunni er yfirgengileg. Ég hef alla tíð treyst Ögmundi. Sannur lýðræðissinni sem vill þjóð sinni gott eitt. Hann vildi ekki verða viðskila við samvisku sína fyrir hina heilögu frú. Ég hafði líka lengi mikið traust á Steingrími. Það er nú horfið með öllu. Fyrir kosningar vildi hann skila láninu frá AGS.Hann vildi heldur ekki sækja um aðild að ESB.Hann sagðist vilja afnema verðtrygginguna. Og ýmislegt fleira sagði þessi kjaftfori sveitamaður. Nú er sveitamaðurinn gufaður upp með öllu. Stundum mætti halda að silfurskottan í forsætisráðuneytinu hefði beisli á Steingrími. Ekki um hálsinn heldur punginn. Kippir bara aðeins í eftir þörfum. Langbesti ráðherrann í þessari ríkisstjórn er nú horfinn á braut. Það er slæmt fyrir lítilmagnann í þessu þjóðfélagi. Næstu dagar munu skera úr um framhaldið. Ég hafði miklar áhyggjur af þessu stjórnarsamstarfi strax í upphafi. Sjálfhverfan í í SF er algjör. Einstefnuþvermóðskan ríður ekki við einteyming á þeim bænum. Hugsjónaleysið algjört. Markaðsvæðing heilbrigðiskerfisins og ESB einu stefnumálin. Nýjasta útspil félagsmálaráðherrans til bjargar heimilunum eru sjónhverfingar einar. Ég kom í bankann minn í dag. Þar fékk ég upplýst að skuldurum stæðu þessi úrræði til boða nú þegar. Lengja bara svolítið í ólinni. Ég held að þessi ríkisstjórn sé að hrynja. Við skulum ekki gleyma því að Jóhanna og Steingrímur ætluðu að keyra Icesave samninginn í gegn óbreyttan. Samninginn sem smáborgarinn Svavar Gestsson undirritaði af því hann nennti ekki að hafa málið hangandi yfir sér lengur. Sem betur fer eru enn nokkrir þingmenn VG með óbrenglaða dómgreind. Ég treysti enn á þetta fólk. Atla, Ásmund Dalabónda, Ögmund og Liljurnar báðar. Ég er jafnvel að hugsa um að kaupa mér hatt svo ég geti tekið ofan fyrir Ögmundi. Það er gott að hann skuli ekki fara sömu leiðina og vopnabróðir hans í langan tíma, Steingrímur J. Sigfússon.

Það var frost hér í gærmorgun en heldur hlýrra í dag. Við Kimi látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Að venju. Hann veit heldur ekkert um Icesave eða AGS. Treystir bara á fóstra sinn og sýnir honum þakklæti fyrir atlætið. Og aldrei þessu vant kúrir hann hér á gamla tágastólnum á móti mér. Við sendum bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Er sammála því að Ögmundur hafi líklega verið einn sá skársti af þessu stjórnarliði. Þarf svo sem ekki mikið til.
Myndi líklega skila auðu í dag. Í boði eru illa innrættir hægri menn og á móti algerlega getulausir vinstri menn. SF líklega blanda af báðu.
 
Kannski erum við í fyrsta sinn að verða sammála í pólitíkinni Magnús minn.Sem stendur gæti ég alls ekki kosið neinn flokk. Allstaðar fantar og fól á fleti fyrir.Steingrímur kórónaði lágkúru sína í gær þegar hann sagði Ögmund hafa hætt vegna þreytu á heilbrigðismálunum.Þessi rýtingsstunga geigaði þó því það vita allir um ástæðuna. Ögmundur vildi ekki selja sannfæringu sína.Hann verður áfram á þingi og nýjir vopnabræður hans í VG munu standa í lappirnar. Einræðisparið, tvíræðisparið, eða kannski bara samræðisparið í ríkisstjórninni, Steingrímur og Jóhanna er búið að vera í pólitíkinni. Spái falli þeirra innan 2ja mánaða.
 
Mér finnst þið dæma þetta fólk hart. Ég er svosem síst ánægður með þau en þetta snýst annað hvort um að bylta kerfinu og viðurkenna ekki aðstæðurnar, sem mér finnst reyndar mjög valid punktur sé fullrar sanngirni gætt, eða spila innan þess og varna því að hér verði t.d. bensínskortur með tilheyrandi alhliða lömun á samfélaginu, osfrv. Fyrir vikið held ég að enginn sé í raun með gleraugu á framtíðinni. Við búum í raun við hin fullkomnu skilyrði til byltingar. Enginn, ekki neinn, og allra síst Bjarni Ben eða Sigmundur Davíð, mun redda okkur vel upp úr þessari drullu í núverandi kerfi. Svo það er annað hvort að segja NEI og hafna skuldaklafanum með öllu, taka afleiðingunum, eða treysta á þessi tvö. Ég er tvístígandi, ég viðurkenni það.
 
Þetta er allt hið versta mál, drengir góðir. Ég hugsa að flestir íslendingar sem ekki eru blindaðir af flokkspóltík séu einmitt tvístígandi yfir ástandinu. Ég hlustaði á Steingrím í kastljósinu í gærkvöldi og það var margt satt sem hann sagði. Aldrei þessu vant reyndar. VG verður með litlum sanni kennt um hrunið. Valdagræðgi Steingríms má þó ekki kæfa skynsemisraddirnar í flokknum. Raddir Ögmundar og Guðfríðar Lilju til dæmis.Þegar ég verð búin að kaupa hattinn mun ég líka taka ofan fyrir Guðfríði Lilju fyrir að hafa hafnað ráðherraembættinu. Það er gott að enn skuli vera til stjórnmálamenn á Íslandi sem selja ekki sannfæringu sína fyrir ráðherrastól.Því miður var gamla ríkisstjórnin, þeirra Geirs og Ingibjargar búin að leggja drögin að icesave samningnum. Hún leitaði líka til verstu glæpasamtaka vesturlanda, AGS. Hann beitir sömu aðferðum og aðrir efnahagsböðlar í bandaríkjunum. Íslendingar eru vonandi ekki alveg buguð þjóð og vonandi tekst okkur að rata út úr ógöngunum sem glæpalýðurinn kom okkur í. Glæpalýður, sem enn er á fullu við iðju sína. Blygðunarlaus og samviskulaus. Yfirvöldin voru ekki í vandræðum með manngarminn sem stal hangikjötslærinu í vikunni. Hinir raunverulega þjófar eru enn ósnertanlegir og því á að breyta strax.
 
Ég held að skattmann blessaður hafi endanlega tryggt sjöllunum aðgang að stjórnartaumunum að nýju með þessu skattafrumvarpi sínu.
Held að við getum fastlega reiknað með D+B þegar þessi stjórn springur, líklega innan skamms.
 
Gullfiskaminnið er svo sem þekkt meðal kjósenda. Þó stjórnin hrökklist frá eru B og D í minnihluta. Sem betur fer. Ég vil minnihlutastjórn VG með Ögmund sem forsætisráðherra. Steingrímur verður um kyrrt í Istambúl. Getur þá skorið á pungbeislið og étið það sem úti frýs.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online