Saturday, August 22, 2009
Laugardagur til lukku?
Í dag er síðasti laxveiðidagur Hösmaga í sumar.Hann situr þó heima og sötrar Kók. Lítil lyst á morgunkaffi þessa dagana, sem sýnir betur en allt annað að heilsufarið er bágborið. Ég vona að vendipunktur verði í dag. Að öðrum kosti verð ég að leita alvörulæknis á mánudaginn. Þetta er þrettándi dagur í pest. Miklu meira en nóg komið. Skáldið mitt nýtir sennilega hluta af seinniparti veiðidagsins.Undirritaður tekur enga sjensa í dag minnugur síðasta mánudags. Rúmlegur umfram brýna nauðsyn eru ákaflega hvimleiðar. Aukinheldur þegar maður hefur varla haus til að lesa með. Þegar bráð hefur af mér hef ég gripið í Skipið eftir Stefán Mána.Ég hef lokið við þriðjunginn. Margir vafasamir karakterar hafa komið við sögu. Kannski get ég tekið svolitla törn í dag. Matarlyst er nánast engin og ég lifi ekki lengi á varaforðanum en ég á þó enn bjartsýnina að vopni. Hún hefur lengst af reynst mér heilladrjúg og ég mun komast yfir þessa illkynjuðu pest. Á því er enginn vafi. Lítið um jákvæðar fréttir úr pólitíkinni. Þingið virðist fast í öngstræti og enn alveg óljóst um úrslit Icesave málsins. Nú getur maður aðeins vonað það besta þó traustið til þingmanna sé í lágmarki. Sá sem tapar voninni á ekkert eftir.
Þetta er nú hálfömurlegur morgunpistill. Líðan mín er þó með skásta móti utan leiðans sem sækir á mig í þessu vesældarástandi. Ég er orðinn svo staðfastur bindindismaður að ég get ekki einu sinni fengið mér snafs til að hressa mig við. Ég ætla að endurheimta heilsu mína á annan og öruggari hátt. Illskást í vondri stöðu.
Það virðist afar rólegt hér utandyra. Sólarglæta en samt nokkuð skýjað. Kimi sefur í sófa inní stofu. Áhyggjulaus að venju í draumalandinu. Nú velti ég teningunum nokkrum sinnum mér til hugarhægðar. Við félagarnir sendum ykkur bestu kveðjur okkar, ykkar Hösmagi.
Þetta er nú hálfömurlegur morgunpistill. Líðan mín er þó með skásta móti utan leiðans sem sækir á mig í þessu vesældarástandi. Ég er orðinn svo staðfastur bindindismaður að ég get ekki einu sinni fengið mér snafs til að hressa mig við. Ég ætla að endurheimta heilsu mína á annan og öruggari hátt. Illskást í vondri stöðu.
Það virðist afar rólegt hér utandyra. Sólarglæta en samt nokkuð skýjað. Kimi sefur í sófa inní stofu. Áhyggjulaus að venju í draumalandinu. Nú velti ég teningunum nokkrum sinnum mér til hugarhægðar. Við félagarnir sendum ykkur bestu kveðjur okkar, ykkar Hösmagi.
Comments:
<< Home
Já, þetta fór svosem ekki svo gæfulega með veiðina, en ég mun þó seint gleyma þessum tveim löxum sem sluppu. Svona fiskar kenna manni að tiktúrur heyra öllu til, líka því sem maður telur gefið. Í ljósi þess er bæti rétt og gott að kissa konu sína á eyrað, þótt engin sérstök og beinlínis ástæða sé til. Þú rífur þig upp úr þessu í vikunni, með eða án læknishjálpar. Besos, S.
Post a Comment
<< Home