Thursday, July 23, 2009

 

Kjellingar.

Mér finnst skrítið mannkyn, kvenkynið. Konur eru flestar grimmar. Mér finnst voða gott að búa einn með kettinum mínum. Engin að nöldra neitt í mér. Enginn að skipta sér af kaupstaðalykt, svitalykt eða skítalykt. Eða ilminum af vindlunum mínum. Friðurinn á heimili mínu er mér ákaflega mikils virði.Kvinnemennesker eru snillingar í að kveikja ófrið.Búa til vandamál úr engu. Ég er hér um bil viss um að ef hér hefði verið kvenmaður innandyra í morgun hefði hann kennt mér um norðanbálið utandyra. Hitinn lafir í 5 gráðum klukkan hálfsjö að morgni þess 24. júlí 2009. Ég er frjáls maður ennþá. Enginn skipar mér fyrir. Nema kannski Kimi sem vill mat sinn og eina og eina stroku eftir bakinu.Varla hægt að kalla það skipanir heldur einlægar bænir. Í gær lágum við í fleti okkar. Ég undir sænginni og Kimi ofan á mér. Hann lygndi aftur augunum á meðan ég lauk við Harðskafa Arnaldar. Hnoð, mal og vinátta. Ekkert nagg né jaggedíjagg. Þegar ég lokaði bókinni lét ég hugann reika. Leið alveg einstaklega vel. Mér komu ekki einu sinni aumingjarnir í landsstjórninni í hug. Steingrímur og sópriðillinn með silfurhærurnar.Vondar voru síðustu ríkisstjórnir. Núverandi stjórn er þó að mörgu leyti miklu verri.Meirihluti þingmanna VG hefur gengið í björg.Eða fram af þeim. Steingleymt öllu sem þeir sögðu fyrir kosningar.Ég þoli ekki óheiðarlegt fólk nú frekar en áður. Fólk skal þó ekki halda að skoðun mín á yfirnagaranum og draugnum hafi breyst. Verstu glæpamenn sem setið hafa að völdum á þessu kalda skeri. Í afmæli dótturdóttur minnar fyrir viku deildi ég við syni mína. Þeir eru báðir með ESB veiruna.Sem er náskyld verstu veiru sem hefur heltekið allt of marga hér á landi, Samfylkingarveirunni. Þetta var nú samt allt í góðu. Synir mínir komust að þeirri niðurstöðu að ég væri bara íslenskur sveitamaður. Það er líkast til rétt hjá þeim. Eða íslenkur heimilisköttur sem fer sínar eigin leiðir. Ég ætla að halda áfram að láta stjórnast af sannfæringu minni. Mér finnst vænt um börnin mín þó ég deili ekki skoðunum með þeim varðandi Evrópusambandið. Ég hef heldur aldrei valið mér vini eftir pólitískum skoðunum þeirra. Ég mun líka verða gagnrýndur harðlega eftir næstu bæjarstjórnarkosningar. Ég mun stuðla að falli núverandi meirihluta bæjarstjórnarinnar. Hann er óhæfur með öllu. Enda með Jón Hjartarson hægri gráan innanborðs. Ég hef aldrei gert meiri mistök á minni ævi en þegar ég kaus þann mann í bæjarstjórn. Ég er bláeygur. Mér hefur stundum orðið hált á að treysta fólki sem villir á sér heimildir. En til þess eru vítin að varast þau. Ég læta aðra um að kjósa VG í næstu bæjarstjórnarkosningum.

Enn svona í trúnaði ætla ég að segja ykkur soldið. Mér finnst nú vænt um sumar stelpurnar. Þær eru ekki allar svona eins og ég var að tala um. Ég er stoltur af dóttlu, Boggu og Helgu Soffíu. Bara montinn af að eiga svolítið í þeim. Mér er líka hlýtt til fyrrverandi ástkvenna minna. Það var ekki tómt jaggedíjagg. Líklega hef ég týnt hæfileikanum til að verða ástfanginn. Það er auðvitað leitt. En mér finnst enn ákaflega vænt um að fá að vera til. Fjórir dagar í laxveiði. Svo meiri laxveiði, urriðadans og enn meiri lax og aftur lax. Hún er flott rófan sem dinglar hér fram og aftur á borðinu. Eigandi hennar malar. Það sækir værð á okkur báða. Við sendum vinum okkar af báðum kynjum bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Langar til að segja að ég sé sammála hvað varðar fyrsta hluta þessa pistils en þori því ekki. Það gæti kostað slatta af jaggedíjaggi.
 
Það er vissara að gæta sín, Magnús minn. Einn kostanna við einlífið er ótakmarkað veiðileyfi. Ekki bara á fisk heldur lausar konur einnig. Hver veit nema ég fari á veiðar eftir að lax- og silungsvertíð lýkur í haust.
 
Þá bættist væntanlega einn kvenmaður í viðbót, þér að skapi, við þennan heim á sunnudaginn var. Hjartanlega til hamingju með það.
 
Já,takk fyrir það, nafni góður.Ég er glaður og kátur yfir nýja ættarsprotanum. Örugglega fallegt og gáfað barn eins og það á kyn til.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online