Tuesday, April 14, 2009

 

Vorhugur.

Páskunum er lokið og nú er að koma að vorinu. Samkvæmt spám verður tveggja stafa hitatala á mælunum frá fimmtudegi og fram yfir helgi.Það er ekki nokkur vafi á að Herconinn sleppur úr prísundinni í bílskúrnum einhvern næstu daga. Hann á líka mikið verk fyrir höndum við línustrengingar í sumar. Í höndunum á Hösmaga gamla sem lengi hefur elskað þessa veiðistöng. Því miður hefur framleiðslu á þessum stöngum verið hætt. Frábær íslensk framleiðsla sem mikil eftirsjá er að. Kannski væri lag nú að byrja aftur. Ég yrði nánast lens ef eitthvað kæmi fyrir þetta eftirlæti mitt. Prófa kannski smáauglýsingu í Mogganum. Hér er nú dumbungur og hitastigið í kringum 6 gráður. Við Kimi hófum morgunverkin nokkuð snemma. Hann lenti aðeins í ófétinu í gærmorgun. Flýði í skjól fóstra síns með skottið óvenjudigurt. Við höfum haft sæmilegan frið fyrir þessum óvelkomna gesti og ég var farinn að vona að hann væri fluttur útí Hveragerði. Skyldi hitastigið á kaffinu vera komið uppfyrir 32°þar? Ég efast um það. Þessi staður er aðallega byggður íhaldsmönnum svo það er ekki á góðu von. Aumingja blessað fólkið.

Nú eru bara 11 dagar til þingkosninga. Málþóf íhaldsins um stjórnarskrárbreytingar mun væntanlega halda áfram fram eftir vikunni.Það mun ekki gagnast því neitt. Ömurð FLokksins er átakanleg. Jafnvel harðir öfgamenn náhirðarinnar eru farnir að efast.Ekkert bendir til annars en pólitískrar einsemdar þessa fyrrum langstærsta flokks þjóðarinnar. Hann er gegnrotinn af spillingu sem ekki er hægt að fela lengur. Fnykurinn af hræinu svo yfirþyrmandi að það hálfa væri mikið meira en nóg.Nú bíðum við bara. Það þarf ekki að segja mikið meira. Íhaldið sér sjálft um urðun sína þann 25. Bestu kveðjur frá okkur rauðskotti, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online