Thursday, April 09, 2009

 

Þorparastrik.

Einhver bölvaður þorpari hefur kjaftað frá. Nóg var nú erfitt ástandið hjá Flokknum.30 millur frá Jóni Ásgeiri og Hannesi og svo 25 til viðbótar frá Björgólfi. Ég hef reyndar einn sterklega undir grun. Sumum kann að finnast það langsótt. Ég á við krossberann. Honum er auðvitað alveg sama nú.En haldiði að hann hafi gleymt skömmum Geirs um daginn? Það er auðvitað spaugilegt að þessi styrkur, sem er ekkert annað en mútur, skuli koma frá FL group. Baugsfyrirtækinu.Hvorugur af framkvæmdastjórum Flokksins kannast við neitt. Undarlegt að verða ekki var við 55 millur inná tékkheftinu. Hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég en svo hringdi Geir og sagði það var ég. Hér gildir lögmál Murpys. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það það. Það þarf mann án skilningarvita til að trúa Geir. Hann er hættur í pólitík og greindin ekki meiri en svo að hann trúir að með því að segja það var ég séu allir hinir stikkfrí. Hirðfífl náhirðarinnar blogga nú hvert um þvert um málið. Óperusöngvarinn sem ætlaði sér að verða þingmaður sunnlendinga segir að þessar upplýsingar komi núverandi stjórnvöldum vel. Og spyr hvort það sé tilviljun. Ýjar að "leka" frá skattinum. Það góða við þessar féttir er að það er engin leið að ljúga sig frá þeim. Flokkurinn hefur verið staðinn að verki. Rétt fyrir kosningar. Flokkurinn sem kennt hefur öðrum um hvernig komið er. Hið rétta andlit hans blasir við öllum nema þeim hörðustu í náhirðinni. Spillingin berstrípuð. Spillingin, sem hirðin hefur talið vonda menn vera að klína á hann. Sumir hirðmannanna segja líka að allir hinir hafi þegið styrki. Nú séu reglur til um þessa hluti og það sé nóg. Best væri auðvitað að allir flokkarnir legðu spilin á borðið. Siv vafðist eitthvað tunga um tönn þegar minnst var á þetta í þættinum úr Hafnarfirði í gær. Við könnumst sum við spillinguna á þeim bænum.Og það er hálfundarlegt að styrkir til SF voru u.þ.b. 22 miljónir samtals fyrstu 5 ár aldarinnar en 45 milljónir árið 2006. Ef farið er inná vg.is má sjá ársreikninga vinstri grænna frá 2003 til 2008. Þar eru nú ekki háar tölur. Það nýjasta er að einn íhaldsmaðurinn heldur því fram að ESB fjármagni SF. Þessar dylgjur eru nú ekki svaraverðar enda settar fram til að reyna að dreifa athygli fólks. Það sem gera þarf er fá bókhald allra fokkanna uppá borðið strax og eins langt aftur í tímann og mögulegt er.
Í dag var birt ný könnun. Samkvæmt henni fá SF og VG 40 þingmenn. Þar munar mest um að VG tvöfaldar þingmannatölu sína. Þetta er könnun en ekki úrslit kosninga. En það er ljúft að hugsa til þess að könnunin var gerð áður en þorparinn kom upplýsingunum um millurnar á framfæri. Íhaldið er alveg á rassgatinu. Þar skulum við hafa það sem lengst.
Við Kimi hefum það fínt á þessum upphafsdegi páskahátíðar. Ætli við fáum okkur ekki harðfisk á föstudaginn langa. Mjög við hæfi á þeim degi. Hálfgerð kalsarigning og voða gott að halda sig í rólegheitum innan dyra. Ég hef nú lokið við allar bækurnar um Mmm Precious Ramotswe. Mjög skemmtileg lesning. Ég er hreinlega stundum staddur á verkstæðinu. Spíttmótora kann ég vel við. Við félagarnir sendum ykkur bestu óskir um gleðilega páska. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, það er sannarlega dásamlegt að hið rétta andlit flokksins skuli opinberað. Það er allt í lagi að hlakka svolítið yfir óförum annarra þegar þeir eiga það sannarlega skilið. Fyrir vikið má ætla að enn reytist eitthvað af atkvæðum í burt. Færslan er eflaust úr D inn í S og úr S inn í V - þetta er allt til vinstri. Ætli D endi með mikið meira en 22-23%. Það er að mínu mati stærð hinnar staurblindu náhirðar sem myndi kjósa Hitler, Saddam og Idi Amin alla saman, bara ef þeir væru á lista Sjálfstæðisflokksins. Ekkert hnikar þessu fólki og ást þess á íhaldinu nema dauðinn. Ég mun fagna sigri Vg eins og mínum eigin en er þó enn óviss um hvort ég kjósi þá enda Evrópusinni mikill. Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt að farið verði í aðildarviðræður snemma á komandi kjörtímabili. Bestu kveðjur á Selfoss, Sössi Bjössi
 
Vandræðagangur íhaldsins eykst með hverri klukkustundinni sem líður. Nú hefur framkvæmdastjórinn sagt af sér. Alsaklaus að eigin sögn. Þeir sem ráða vilja ekki axla ábyrgð á einu né neinu og halda að þessi sýndarmennska dugi.Ef þetta heldur áfram í svipuðum farvegi verða þeir komnir niður fyrir 20% á kjördag.Það er, eins og þú segir, mátulegt á þá.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online