Sunday, March 08, 2009

 

Sólskin og norðanátt.

Það er alþjóðabaráttudagur kvenna í dag. Ég sendi öllum stelpunum góða strauma.
Það er sólskin og svolítið kalt
ég sit bara hér og hugsa um þig.
Ég er eins og gíraffinn.
Ég hef ekkert nema tár mín að gefa þér.

Sá rauðbröndótti liggur á teppinu frá Edinborg. Það er miklu betra að kúra hjá fóstra sínum en að þvælast útí rokinu. Það er einstaklega friðsælt í Ástjarnarhreiðrinu í dag. Það er gott. Úti næðir stormurinn. Hlaupinn galsi í Kára og hann kann sér varla læti. Það er nauðsynlegt að leika sér annað slagið. Ég ætla að leika mér mikið í sumar. Meðan vindurinn geysar læt ég mér draumana nægja. Í dag hugsa ég ekki um kreppuna. Né heldur hyskið, sjálfstæðisflokkinn eða framsókn. Mér líður sérstkaklega vel. Nú fer silfrið að byrja og þvínæst siðprýði fallegra stúlkna.
Hösmagi skrifar ekki alltaf svona. En hann er umvafinn góðum hugsunum í dag. Hugurinn bjartur og tær. Það hafa sumir sunnudagar verið erfiðari. Það var gott að vakna í morgun eftir draumlausan nætursvefn. Ég vona að ykkur líði öllum svona vel. Við Kimi sendum blaktandi kveðjur til allra vina, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online