Wednesday, February 04, 2009

 

Geimvera...?

Fyrir allmörgum árum vorum við Siggi Þráinn á leið austur Flóaveg. Þá mælir hann allt í einu: Afi, túir þú á guð. Mér varð lítið úr svörum og þá varð lambakónginum að orði: Ég trúi ekki á guð en ég trúi á geimverur. Sennilega er hálfur annar áratugur síðan þessi orð voru sögð. Kannski muna einhverjir eftir pistlinum um kveikjarann sem hvarf. Þar komu geimverur mjög við sögu. Þegar Zippóinn kom í leitirnar í fóðrinu á úlpunni þá fór ég aftur að efast um tilveru geimveranna. En nú er ég ekki í nokkrum vafa og koma blessuð eldfærin aftur við sögu. Dag einn í síðustu viku þegar ég var á leið útúr húsi snemma morguns, stakk ég vindlapakkanum og Zippóinum í hægri hliðarvasann á úlpunni. Samkvæmt venju.Hélt mína leið og fylgdist með morgunsauðunum. Þar kom að ég fann til löngunar í þessa vindlategund sem ég hef svælt í 38 ár. Kannski er nú iðja sú engum til fyrirmyndar. Vindlarnir voru í vasanum en eldfærið í stálhylkinu var horfið. Þegar heim kom hófust miklar þreifingar. Járnið hlyti að vera í fóðrinu. En ég varð fyrir vonbrigðum. Þessi yndisgripur var gjörsamlega uppgufaður. Nú er ég sannfærður um að ósýnileg geimvera sat fyrir mér við útidyrnar og laumaðist í vasa minn án þess ég yrði þess var. Smeygði sér svo hlakkandi frá, stolt yfir þessu óþverrabragði. Það getur engin önnur skýring verði á hvarfi kveikjarans. Bara alls engin.Nú sit ég eftir með sárt ennið og velti fyrir mér dulargátum tilverunnar. Þessi missir kemur sér afar illa í kreppunni. Einkum og sérílagi fyrir skaðasára menn eins og mig. Ég skora hér með á þennan alíens að skila þessum dýrgrip ekki seinna en strax. Sálarlíf mitt hefur beðið hnekki og ég get vart á heilum mér tekið. Finnst þetta verulega andstyggilegur verknaður. Nú verð ég að notast við sálarlausan plastkveikjara. Get ekki vegið volgt stálið í hendi mér né dedúað við við að hella bensíni í púðann. Kannski hefur þessi geimveruskratti verið í útrás. Eins og glæpahyskið sem stal margfaldri þjóðarframleiðslunni. Ég er vonlítill um að sjá Zippóinn minn aftur. Shitbara.

Nú er 8 stiga gaddur. Glampandi sól og nokkur vindur og nauðsyn að klæða sig vel utanhúss. Græna þruman í tjöruþvotti eftir of margar ferðir til höfuðstaðarins. Ég bara varð að fórna aurum í þessi þrif. Saltið og tjaran eiga alls ekki heima á svona gullvagni. Kimi er nýrisinn úr dyngju sinni. Bætti á sig mat í eldhúsinu og er nú sofnaður að nýju í gamla tágastólnum. Samvera okkar góð sem fyrr og báðum kær. Bestu kveðjur frá okkur rauðliðum, ykkar Hösmagi.

Comments:
Ja, shittbara er ord ad sönnu, og ma taka undir allar skammir i gard thessara bevitans aliensa.

I Visby er annars svalt lika eins og a Islandi, tho ekki se nu frostid 8 gradur. Bestu kvedjur hedan, SBS
 
Þetta er auðvitað voðinn sjálfur. Ég er bara gamall hrekklaus veiðimaður. Vona að kvikindin láti Herconinn í friði.
 
Ja, ef kvikindin snerta Herconinn þá þýðir það einfaldlega stríð. Vinir Hösmaga munu allir sem einn draga fram túttubyssurnar og leita hefnda. Herconinn er heilagur.
 
Thad eru thessir thrir hlutir: Herconinn, Zippo-inn og bleika tuskan sem notud er undir jatsikast. Heilagir. Naegir ad nu hafi aliensar hrifsad til sin eitt af djasnunum. Hitt skal aldrei verda, ad snertur verdi Hercon eda bleika tuska. Aldrei!
 
Hugsa helst að ég sofi með bleiku duluna undir koddanum næstu nætur.Þetta eru greinilega bölvuð ódó. Svo fæ ég mér túttubyssu mér til frekara halds og trausts.
 
Hafðu Herconinn á milli ykkar Rækka í nótt, bara til öryggis.
 
Hvað getur maður sagt meira, þessi umræða er yndisleg!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online