Thursday, February 12, 2009

 

Drulla.

Geir viðukennir í dag að hafa drullað á stofugólfið hjá mér. En hann telur enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Aðrir hafi kannski drullað enn meira en hann sjálfur. Það verði að bíða niðurstöðu rannsóknar sérstaks saksóknara á hver hafi skitið mest. Hún er undarleg hegðun sjálfstæðismanna þessa dagana. Þeir trúa því varla að þeir hafi misst völdin. Gremjan og heiftin ráða för. Hvalveiðikvóti Einars Guðfinnssonar var gefinn út í þeim tilgangi einum að blása til vandræða. Björn heimtar rannsókn á blaðrinu í Ólafi Ragnari. Það er verið að tefja ríkisstjórnina sem mest má. Þrasa um einskisverða hluti. Íhaldsmennirnir 2 sem voru bankaráðsformenn Glitnis og Kaupþings sögðu af sér í fyrradag. Það átti að líta svo út að þetta væru pólitískar hreinsanir. Steingrímur bað þá báða að sitja fram á vor. Magnús og Valur misstu glæpinn og íhaldsmennir eru bálreiðir kjaftfora sveitamanninum sem nú vermir stól fjármálaráðherra. Stjórnin hefur nú 71 dag til starfa. Þar af eru 26 helgi- og hátíðisdagar. Þá eru 45 eftir.Ég óska ríkisstjórninni farsældar í störfum. Ekki mun af veita. Hún situr uppá náð og miskunn framsóknarflokksins. Illt er að eiga þræl að einkavin var einu sinni sagt. Ég treysti ekki þessum flokki nú frekar en áður. Hann er að reyna að smeygja sér inn bakdyramegin og látast vera ábyrgur. Og gullfiskaminni kjósenda er alþekkt hér. Flokkshollustan rík. Sjallarnir hér munu raða þeim Árnum báðum í efstu sæti listans.Annar dæmdur þjófur og hinn þekktur fyrir að gefa bróður sínum leifarnar af hergóssinu suður í Keflavík og þverbrjóta stjórnsýslulög við skipun héraðsdómara. Þeim er greinilega ekki klígjugjarnt sjöllunum hér í suðurkjördæmi. Andskotinn eigi þetta lið allt saman.
Það er enn lítilsháttar frost. Það er þó hlýrra loft á leiðinni. Ég varði gærdeginum í að rifja upp lögfræðina. Og að auki er skattframtal Hösmaga ehf. tilbúið til sendingar. Kimi var eitthvað lumpinn í gær og ældi á stofugólfið. Þótti það greinilega mjög miður. Það var þó bara smámál að strjúka þetta af parketinu. Hann hresstist svo þegar á daginn leið. Liggur nú og sefur í dyngju sinni.

Ég sendi lambakónginum mínum hjartanlegar hamingjuóskir með daginn.Kjósum rétt í vor, bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Gott þó að vita að gullfiskaminnið er ekki allsráðandi. Þú hefur laxfiskaminni veit ég. Þú manst eftir mörgum stórum laxfiskum. Og sumir hafa sloppið, ekki rétt?
 
Rétt. 8. júlí 1992 er mér enn í fersku minni.Laugabakkalaxinn gleymist ekki. Hann hefur líka verið skráður á spjöld sögunnar ásamt dönskum vindlum.
 
Hvað er Laugabakkadrellinn orðin stór í dag? Slagar hátt í 40 pund??
 
Gleymdu ekki leynivopni Sjallanna í þinni sveit: Ljósastaurabananum, þeim stórkostlega meistara. Glæsilegt mannval.
 
Já Eyþór sómir sér vel þarna. Og svo er það Kjartan. Hann varð að ráða sér aðstoðarmann til að gera nákvæmlega ekki neitt. Það er þó kannski illskárra en iðja hinna.
Ég trúi að laxinn góði á Laugarbökkum hafi verið orðinn yfir 40 pund þegar hann safnaðist til feðra sinna. Ég sá hann svona u.þ.b. 3-4 metra frá mér. Sporðurinn eins og skóflublað. Eins og á stóru snjóskóflunni minni útí bílskúr.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online