Wednesday, February 11, 2009

 

Afmælisdagar.

Frumburðurinn, Berglind Anna, á afmæli í dag og sonur hennar, lambakóngurinn sjálfur verður 23ja á morgun. Samt finnst mér alls ekki að ég sé að verða forngripur. Rúmar 3vikur í 65 ára afmælið.Þá byrja ég að telja niður úr 730. Löggilt gamalmenni 67. Ómagi á ríkiskassanum til æviloka. Og það ætla ég að verða lengi. En ég vona að ég verði ljúfur. Ekki geðvondur og sínöldrandi yfir öllu. En þó mun ég áfram andskotast út í framsókn. Og íhaldið líka. Nagarann og afturgönguna. Nú bíðum við eftir kosningum. Þær verða nokkur prófsteinn á skynsemi þjóðarinnar. Það er sannarlega engin öfundsverður að taka við framtíðarstjórn landsins. Tólf ára valdaferill íhalds og framsóknar verður okkur dýr. SF ber nokkra sök en þó er hún smámunir einir í samanburði við hina. Mestu máli skiptir að rasskella sjálfstæðisflokkinn þannig að hann verði helst sem áhrifaminnstur í áratugi. Ofurtrú markaðhyggjunnar verður að setja til hliðar. Núverandi ástand er m.a. afleiðing hennar. Græðgisvæðingin, krógi þeirra Davíðs og draugsins, hefur leitt til þess að tugþúsundir íslendinga eru í slæmum málum þó þjófarnir séu flestir með allt sitt á þurru. Þó ég sé nú flokkslaus maður verð ég ekki í vandræðum við kjörborðið í vor.
Það er búið að vera kalt hér alllengi. Svona 6-9 stiga frost en nú er von á breytingu. Hláka framundan langt fram í næstu viku. Góð tilbreyting og styttir veturinn. Þrátt fyrir ástandið hlakka ég til vorsins. Veiðiskapar og útiveru við ár og vötn í sumar. Ég mun berjast með kjafti og klóm fyrir því að ég fái notið þessara dásemda.
Það er mikil ró yfir okkur kisa mínum. Hann er latur við útiveru í snjó og frosti. Ég held mínu striki á morgnana. Mjög hressandi að teygja að sér hreina loftið þó það sé svolítið kalt. Andleg og líkamleg vellíðan er mikilverð og ég er bara í góðu formi á báðum sviðum. Og sólargeislinn minn skín og yljar. Við Kimi sendum öllum vinum okkar bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Jabb, nú fer bráðum að vora og birta til. Sem minnir mig á inneign okkar undir Helkurótum. Þurfum að gera betri hluti en síðast. Koma svo, berjast.
 
Hann verður dýrvitlaus þarna í vor. Upprót, mok og hellingur.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online