Sunday, December 14, 2008

 

Mánudagur.

Róleg helgi liðin í aldanna skaut og lítið eftir af árinu 2008. Það hefur bætt í snjóinn en hitastigið er yfir frostmarkinu. Gott að viðra sig í morgunsárið eftir indælan nætursvefn. Samkvæmt útvarpinu í gær verða hræringar í ráðherraliðinu fyrir áramót. Báðir ráðherrar suðurkjördæmis, þeir Björgvin og Árni Matt, eru sagðir á förum. Farið hefur fé betra. Þá er talað um að Björn Bjarnason víki fyrir frænda sínum Bjarna Ben. Nokkuð gott.En verra er ef Þórunn Sveinbjarnardóttir, skásti ráðherra SF, verður sett út í kuldann. Nær væri að gefa samgönguráðherranum frí. Kannski skiptir þetta nú ekki höfuðmáli. Það verður kosið á næsta ári. Annað væri ótækt eins og komið er. Við þurfum endurnýjað þing og nýja ríkisstjórn. Þá fyrst er von til þess að hreinsað verði til í ríkisbönkunum, seðlabanka og fjármálaeftirlitinu. Smávon til þess að stærstu þjófar Íslandssögunnar verði dregnir til ábyrgðar og eitthvað af milljörðunum, sem þeir hafa stolið, komi í leitirnar. Meðan ríkisstjórnin er að mestu skipuð vonlausum geðluðrum er lítil von til þess að skíturinn verði fjarlægður.
Ég verslaði smávegis í gær. Norðlenskt sauðalæri, grænar baunir, rauðkál og fleira smávegis. Laxinn kemur úr reyk á föstudaginn. Jólalærið verður keypt síðar í vikunni.Ég hefi vikið jólakvíðanum á brott. Þó ekki sé hægt að segja að bjart sé framundan ætla ég samt að hafa væntingar til nýja ársins. Tíminn verður að leiða í ljós hvað það ber í skauti sér. Ást mín á landinu er jöfn og áður. Svona í öfugu hlutfalli við landsfeðurna og glæpagengið sem þeir vilja ekki hreyfa við. Vonandi verður vakning meðal þjóðarinnar. Það er aldrei of seint að taka upp nýjan gunnfána. Nýja hugsun sem minnkar möguleika glæpalýðs sem nú hefur að mestu flúið land eftir að hafa skilið eftir sig sviðna jörð í skjóli frjálshyggjuliðsins sem stýrt hefur þessu skeri í 17 ár. Uppskeran blasir við okkur öllum. En það er alþekkt að bráðin, sem komin er upp að vegg, bítur frá sér. Við skulum glefsa í hælinn á þessum sjálfumglöðu stjórnvöldum sem hafa komið okkur á þennan stað í tilverunni.
Dýri liggur hér á borðinu við hlið mér. Sæll að vita hvorki eitt eða neitt um Sollu og Geira. Drauginn eða yfirnagarann. Né alla glæponana. Við ætlum að snjóa það saman áfram. Vongóðir með bjartari tíð. Við sendum öllum vinum okkar bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Þetta er rétta hugarfarið!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online