Sunday, September 07, 2008

 

Stutt reisa.

Skrapp til Reykjavíkur í dag. Skáldið mitt og Helga á förum af skerinu í fyrramálið.Koma sem betur fer aftur fyrir jól og það er góð bót í máli. Ég ók hingað austur á Selfoss í algeru íslensku slagveðri.Hlustaði eftir bestu getu á fréttir, en GSM sambandið er ekki það besta á Hellisheiði. Ég hef nú ekki horft á formúluna í sumar. Tímdi ekki að kaupa séraðgang að henni eftir hvarf frá rúv. Hafði þó pata af einhverju undarlegu. Sigurvegarinn Hamilton stytti sér leið í þessum kappakstri. Búið af dæma hann niður í 3ja sætið. Ég hef nú ætíð haldið því fram að sá sem svindlar í íþróttum ætti að vera dæmdur úr leik. Kannski er ég hlutdrægur í þessum efnum. Annars væri líklega affærasælast að loka íþróttaáhugann úti. Þá þarf maður ekki að vera að ergja sig á endalausu rugli um rétta dóma eða ranga. Við Kimi göngum snart til náða og biðjum að heilsa öllu góðu fólki. Loki fær sérstakar kveðjur frá Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Kveðjunni hefur verið komið til skila! Bestu kveðjur, Sölvi
 
Ætlar gamli þrístökkvarinn að loka á íþróttaáhugann? Nú er bleik brugðið.
 
Þetta með að loka alveg á íþróttaáhugann hefur oft hvarflað að mér undanfarin ár þegar að röndóttir hafa sumar eftir sumar valdið mér magasárum í taumlausri botnbaráttu. Þó ekki í sumar.

En launin koma þegar að vel gengur. Þá er gaman.
 
Til upplýsinga þá varð Egill nokkur Magnússon íslandsmeistari í grasspyrnu í gær. Staðfesti að það vantar ekkert upp á íþróttaáhugann þar. Akkúrat ekki neitt.
 
Þakka skemmtilegar athugasemdir. Sérstakar hamingjuóskir frá mér til nýja íslandsmeistarans. Siggi Ólafs síhlaupandi með skeiðklukkuna.Að hans sögn varð hann ekki síðastur í síðasta hálf maraþoni.Sölvi Björn reyndi líka fyrir sér í handbolta með Breiðabliki fyrir margt löngu. Þó undirritaður hafi nú stundum fengið sér aðeins í ranann í gamla daga þá byrjaði hann aldrei keppni dauðadrukkinn. Skondið myndbandið af rússneska hástökkvaranum. Hann er 22ja og búið að dæma hann í keppnisbann. Jafnframt búið að biðja honum griða. Það er örugglega runnið af honum nú og ég styð þessa griðaumsókn.Hann svindlaði ekki en uppskar í samræmi við mistök sín. Og svona í lok þessa íþróttabloggs, kveðjur til stórskyttnanna í Garðabæ og Beggu sem er glettilega góð í keilu.
 
Veit ekki hvort maður á að hrósa manninum fyrir að láta ekki létta ölvun hindra sig frá keppni eða hneykslast á þeirri heimsku að mæta í þessu ástandi. Þetta er líklega afstætt eins og flest annað en ég hallast þó frekar að því síðarnefnda. Skemmti mér þó konunglega við að horfa á aðfarirnar, efast um að hann hefði hoppað yfir eitt eintak af alþýðublaðinu sáluga.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online