Monday, September 29, 2008

 

Koníakspeli.

Eins og ég var að segja ykkur fyrir helgi fór ég í sneiðmyndatöku á Lsp. í morgun. Hitaði mér kaffi sem ég drakk í rólegheitum. Vindill með. Kastaði mínum ágætu teningum nokkrum sinnum. Þá var að drífa sig í sturtu svo maður stæði ekki illa lyktandi á nærbrókinni á röntgendeildinni í kjallaranum. Klæddi mig og bætti aðeins meira kaffi við. Og vatni að auki.Orðinn dragfínn. Græna þruman beið við bílskúrinn. Vissara að hafa góða rennireið í áríðandi erindagjörðum. Ég var búinn að gaufa of lengi sem er afar sjaldgjæft, því ég er manna stundvísastur. Var á leið út úr dyrunum þegar ég mundi alltíeinu eftir koníakspelanum sem ég ætlaði að taka með mér. Þreif fullan pelann, kvaddi litla rauða húsvörðinn og hélt af stað. Eins og allir vita er koníak mikill eðaldrykkur. Svona í hófi. En það vita það líka flestir að það má ekki bragða það við bifreiðastjórn. Svona plastpela má líka nota til geymslu annars en koníaks. Pelinn var sem sé fullur af vel köldu íslensku eðalvatni. Það er þáttur í undirbúningi svona rannsóknar, að þamba heil ósköp af vatni. Ég rétt náði að Lsp. kl. 9. Þá var pelinn líka tómur. Ég kom fimm mínútum of seint. Það þýddi að ég þurfti aðeins að bíða í 2. Þá var ég kallaður inn. Ég var komin heim hálfellefu svo þetta var bara skottúr. Myndirnar verða skoðaðar á fundi doktoranna í fyrramálið. Ég hef engar áhyggjur. Ef einhver minnsti grunur kemur upp um að ekki sé allt með felldu verð ég kallaður inn aftur. Og heimsæki svo hinn geðþekka Eirík, skurðlækninn, 22. október. Er bara slakur og reyni að einbeita mér að þeim verkefnum sem þó eru fyrir hendi. Það er mjög fallegt veður hér og svona nokkurnveginn hitastig árstímans. Svona kringum 8-9 gráður um miðjan daginn. Nálgast svo núllið á nóttinni. Við Kimi erum hér báðir á litla kontornum. Blóðið í báðum alveg óblandað koníaki. Bestur kveðjur frá okkur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online