Saturday, September 20, 2008

 

Hvað skal til ráða

þegar allt er ómögulegt? Tómt septembersvartnætti og lítið lagast það á næstunni. Tiltektir, skúringar og lagfæringar innanhúss er skárra en ekkert. Gleðina yfir góðum verkum vantar samt. Lífsgleðina, sem ég hef svo oft talað um í pistlum mínum hér. Nautn þess að una lífinu bæði í gleði og sorg. Tilhlökkuna til komandi dags. Vonin er þó enn til staðar. Vonin um að aftur birti til. Vonin um að endurheimta aftur hluta þess besta sem ég hef upplifað um mína daga. Þar er af mörgu að taka þrátt fyrir ýmis áföll. Ég held að ég sé ekki gamall fyrir aldur fram. Og ég var ekki ósáttur við að sjá tunglið á hausnum eftir klippingu hjá Hildi í vikunni. Að sjálfsögðu ekki jafn flottur og synirnir eru nú. Sennilega góð blanda að þeir hafi erft hár móður sinnar en Begga mitt.Begga er alveg verulega flott frú. Og góð stelpa að auki. Ég veit að ég ætti ekki að þrykkja þessum pistli út.En ég ætla að gera það samt af því mér líður skár en þegar ég byrjaði. Og það er sama sagan með Kimi, 4 lappir beint uppíloft í gamla stólnum. Elsku krakkarnir mínir og aðrir sem mér finnst vænt um, ykkar Hösmagi.

Comments:
Við vitum öll hvar startblokkirnar eru, gamli minn, og síðan taka 10000 metrarnir við. Eftir það skýrast hlutirnir. Með velhug og þreytu, þinn Sölvi Björn
 
Ég var nú lítið á langhlaupum í gamladaga. En veit vel hvað startblokkir eru. Ég keppti nokkrum sinnum í tugþraut. Þar voru 3 martraðir. 110 metra grindahlaupið, stangarstökkið og svo það alversta var síðasta greinin, 1.500 m hlaupið. Besti árangurinn þar í kringum 5.40. Allt var þetta þó skemmtilegt og gefandi. Man vel eftir furðufuglunum Valbirni og Björgvin Hólm. Einu sinni vildi Björgvin að við skokkuðum bara í mark í lokagreininni. Ég var alveg sáttur við það. En þegar 2-300 metrar voru eftir fann ég að ég hafði nógan kraft eftir. Gaf bara í en Björvin lagðist í grasið við hliðina á brautinni.Fékk smáákúrur fyrir svikin.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online