Wednesday, September 03, 2008

 

Haminguóskir.

Afmælisdagur kærs afkomanda í dag. Kosningaréttur fylgir. Eyþór Már 18 ára í dag. Fullviss um að honum eigi eftir að ganga vel í lífinu. Í dag hefur staðið yfir barátta. Ekki við vindmillur eða þjóðþekktar sögupersónur. Nú er aðalbaráttan við þvottavélina. Eitt af nauðsynjum þjóðfélagsins. Mér sýnist að þessar vörur hafi verið miklu betri í gamla daga. Gamla vélin móður minnar sælu entist í 20 ár. Ég keypti nýja vél af flottustu gerð fyrir fjórum árum. Bilaði í sumar. Komin í viðgerð og úr viðgerð. Það er það sama með vélina og ríkisstjórnina. Bilaður heili í öllu heila gallerínu. En ég ætla sannarlega ekki að kvarta yfir þjónustulund Árvirkjans á Selfossi.Sóttu,komu með hana aftur í dag. Þá fór ég að þvo. Allt gekk vel í fyrstu, ég heyrði vatnið dælast inn og kátur að eiga hreinan þvott í vændum. En heilabiluð þvottavél getur ekki neitt. Fremur en ríkisstjórn sem öll virðist haldin sama kvilla. Ég hringdi í Sigurjón í Árvirkjanum. Hann kom strax og gerði sitt besta. Heilinn í honum virðist virka nokkuð vel ennþá. Við Raikonen erum hér slakir og nóttin kemur. Dásamlegt veður í dag og vonandi fáum við góða septemberdaga. Þrátt fyrir áfelli mun lífið halda áfram og vonandi gengur okkur öllum allt í haginn. Við Kimi sendum bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Gott að sjá að bloggfríi er lokið, það þarf einhver að veita stjórnarherrunum aðhald. Gangi þér vel í þvottinum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online