Tuesday, August 19, 2008

 

Vertíðarlok.

Ég sé að nokkuð er um liðið frá síðasta pistli. Við feðgar og langfeðgar skiluðum okkur úr Veiðivötnum síðla fimmtudags. Gerðum ágæta ferð og vorum heppnir með veður. Veiðin var svona la la. Stærsti fiskurinn var 2,6 kg. Allir fengum við fisk, himbriminn var á sínum stað og törfrar vatnanna óbreyttir. Kisi hafði dvalið innandyra allan tímann. Fékk þó heimsókn frá ágætri konu hér í blokkinni. Hann þaut út um leið og ég opnaði íbúðina. Skilaði sér þó fljótt aftur og var hinn besti.Ég lá meira og minna yfir sjónvarpinu á föstudag og laugardag. Nú er ljóst að við leikum við pólverja í fyrsta leik úrslitanna. Árangurinn er mjög ásættanlegur og aldrei að vita hvað gerist. Þó mér þyki nú alltaf vænt um dani finnst mér slæmt að þjóðverjar komust ekki í úrslitin. Gamla seiglan í rússunum er enn til staðar.
Ég átti svo síðasta laxveiðidag sumarsins á sunnudag. Ég náði í einn lax og tvo sjóbirtinga og er mjög sáttur við afla sumarsins. Að kvöldi þess 17.voru 300 laxar á landi eftir sumarið sem er það langbesta í mörg ár. Þegar heim kom ákvað ég að vaka eftir leiknum við Egypta sem byrjaði kl. 1 um nóttina.Þegar hann byrjaði var ég algerlega búinn á því. Dró mig í bælið og svaf þar til endursýning leiksin byrjaði korter yfir átta. Við illan leik hélt ég leikinn út.Fór aftur að sofa og svaf allan gærdaginn og til kl hálfníu í morgun. Engin matarlyst og mikið slen. Er þó skárri nú og hafði mig í að hita mér kaffi. Vona að ég hafi klárað mig af þessari óvæntu pest sem svo skyndilega skaut upp kollinum.Er örugglega hitalaus nú og svitakófið að baki.Það er þó bót í máli þegar pest skýtur upp kollinum að geta sofið. Mér telst til að ég hafi sofið í u.þ.b. 30 klukkutíma síðan á sunnudagskvöld. Hleypti kisa mínum út í morgun. Sama blíðan áfram. Tek því rólega í dag og á von á skáldinu og Helgu nú á eftir. Þau eru á heimleið út Mýrdalnum. Frystikistan orðin troðfull af fiski og skáldið á slatta þar í. Við Kimi sendum vinum okkar bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Vona að þú hafir ekki sofið yfir þig í morgun. Það var nefnilega asskoti góður leikur í sjónvarpinu. Hefði ekki getað gert þetta mikið betur sjálfur.
 
Magnús minn. Þú ert inn ennþá. Einn tekur við af öðrum. Ég nýt enn meistaratitilis frá 1963.
 
Já, þetta var flott. Toppaði nánast Willstätt-hetjuna frá því hér í denn. En bara nánast.

Verð svo bara að viðurkenna að ég hafði lúmskt gaman af því að fylgjast með Dönum detta út áðan, þó að Ísl-Dan hefði nú orðið ansi flottur úrslitaleikur!

Kveðjur til lyfja- og lögfræðinga.
 
Einhver prumpuhausinn freyddi því út úr sér í kassanum um daginn að leikurinn yrði á fimmtudagsmorgun. Ég missti af þessu en fagna samt. Nú er bara að taka Spán eða Kóreu.
 
Einhvern veginn var ég nú líka búinn að bíta fimmtudagsmorguninn í mig. Komst að þessu fyrir tilviljun. Ekki alltaf slæmt að hafa lifandi vekjaraklukku sem vekur mann um sjöleytið á hverjum morgni.
 
Jammí. Og svo Spánverjar - í hádeginu á morgun er það ekki? Tökum þá!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online