Thursday, August 07, 2008

 

Friður.

Rólegheit og friður yfir mér og Kimi.Líklega báðir jafn húðlatir í dag. Heldur svalara nú en undanfarna daga og áin að verða svona sæmilega veiðandi. Þegar ég fór í eftirlitsferð um 10 leytið voru komnir 3 á land. Kannski er veiðin að færast í fyrra horf, þ.e. svona 10-18 á dag. Ég er allavega með heilmiklar væntingar til laugardagsins. Að honum loknum er stutt í Veiðivötnin. Nú er ég búinn að finna upp nýtt leynivopn á stórrurriðann. Það er svona rússneskur taumur. Var að útbúa þetta nýja veiðitæki í bílskúrnum í morgun. Hlakka til að prófa það og kæmi ekki á óvart að það svínvirkaði. Kannski er maður líka of fastheldinn í veiðinni. Þó ég sé nú róttækur í pólitíkinni er ég íhaldsmaður inn við beinið. Hjátrúarfullur líka. Flestir veiðimenn eru það. Það fylgir bara. Fæ líka þvingunarþanka í veiðiskapnum. Og ljúf hugboð stundum. Ég get verið sáttur með veiðina það sem af er sumri.Reyndar er það nauðsynlegt hverjum veiðimanni að sætta sig við aflann. Þar gildir rólyndi hugans ekki síður en á öðrum sviðum.

Það er semsagt nokkuð bjart yfir tilverunni þó letin ráði ríkjum hér í kyrrðinni. Veðurspáin ágæt fyrir næstu daga. Fékk bréf frá Lsp. í dag um að mæta í eftirlit í september. Það er bara ágætt og mér ekki áhyggjuefni. Letingjarnir í Ástjörn 7 senda bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online