Saturday, July 12, 2008

 

Svo lengi lærir....

sem lifir segir máltækið. Ég varð hreinlega að bæta nokkrum orðum við síðasta pistil.Eins og ég minntist á um daginn standa yfir utanhússviðgerðir á blokkinni.Múrviðgerðir og málningarvinna. Lyftur, stigar og tröppur allt um kring.Fyrir stuttu gekk ákaflega hávaxinn maður hér framhjá glugganum. Málari með pensil og dollu. Útidyrnar opnar og ég gat ekki á mér setið að reka út nefið og kynna mér kauða aðeins betur. Og nú gaf á að líta. Undir löppunum voru sérhannaðar álstultur. Ekkert virtist manninum eðlilegra en ganga um á þessu. Held örugglega að hann sé ekki fæddur með þessa framlengingu. Þetta er bráðsnjallt. Ekkert klifur upp og niður tröppur. En þó öll heimsins gæði væru í boði gæti ég ekki hugsað mér að leika þetta eftir. Ég yrði lofthræddur og fengi svima. Þetta er með algjörum ólíkindum. Hefði vart trúað því nema að ég sá þetta með eigin augum. Sannarlega vona ég að þessi málari taki engin feilspor á þessari uppfinningu. Þrátt fyrir súldina er hægt að bera á klæðninguna undir skyggni svalagangsins. Laugardagsmálarinn er hugdjarfur og kallar ekki allt ömmu sína. Segi eins og snillingarnir í útvarpinu: Ja hérna hér. Fleiri kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online