Saturday, July 12, 2008

 

Rekja.

Dumbungur og fjallið góða er hulið þoku.Engin stórrigning ennþá. Samt gott að fá vætu á skraufþurra jörð og að öllum líkindum kíkja ormarnir til veðurs í kvöld.Undirritaður búinn að viðra sig í morgunsárið. Kíkti í veiðibókina og þar var búið að bóka 71 lax, auk sjóbirtinganna. Hösmagi hélt galvaskur á seinnivaktina í fyrradag. Og eins og stundum áður gaf þolinmæiðin fisk. Krækti reyndar í 2 laxa sem voru 2,5 og 2,9 kg.Ákaflega sáttur að kvöldi með helminginn af afla dagsins. Litur árinnar er að lagast. Það hefur kólnað inná hálendinu og flest bendir til að 18. júlí verði bara ekta fínt vatn í elfunni góðu. Strax farinn að að hlakka til að eyða deginum þar með strákunum mínum.Ég á einnig veiði þann 19.og ef heldur fram sem horfir eru veiðivonir góðar. Ég á enn nokkra orma og ef ekki rignir nægilega um helgina ætlar Hörður að vökva nýsleginn blettinn hjá sér. Í kvöld ætlar hann að éta annan laxinn sem ég veiddi í fyrradag. Ég er enn minnugur orða míns gamla vinar, Björns Stefánssonar, sem sagði að sá sem ekki tímdi að gefa fisk fengi bara enga frekari veiði. Auk þess er miklu skemmtilegra að veiða laxinn en að borða hann. Passlegt að fá sér lax á eins til 2ja mánaða fresti. Nú hef ég lítið borðað annað en sjóbirting í 2 daga. U.þ.b. komið nóg af honum í bili. Hann er svo saðsamur að ég á enn 2 sneiðar óétnar. Hann er einnig mjög ljúffengur kaldur og gott að borða smurt brauð með honum.
Eftir hádegið ætla ég uppí Bláskógabyggð að líta á sumarhús samkvæmt beiðni. Fer á litla Lansa því jeppinn bíður nýþveginn í bílskúrnum. Fer á vekstæðið á mánudagsmorgun og ég endurheimti hann örugglega í vikunni. Eftir að hafa vaknað fyrir allar aldir er upplagt að leggja sig smástund. Raikonen á rjátlinu að venju. Báðir íbúarnir í íbúð 205 una nokkuð glaðir við sitt. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online