Monday, July 21, 2008

 

Meiri væta.

Það er ágætt að fá vætu eftir allt sólskinið í síðustu viku.Kisi liggur í glugganum áhugalítill um útiveru. Ég eldaði minnsta laxinn í gær og hann sveik nú aldeilis ekki. Það var þess virði að borða nýjar íslenskar með þó mér blöskri verðið. Ein meðalstór kartafla á 24 krónur. Það var veiðidagur fjölskyldunnar í gær og mér sýndist hafa veiðst 14 laxar. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá því að þeir verði um 300 í sumar. A.m.k. ef skilyrði verða viðunandi. Ég lagði mig aftur í morgunsárið og það fór á sama veg og í dorminu í gærmorgun. Ég var kominn með hann á oftar en einu sinni. Allt er þetta ágætt. Ég ætla í heimsókn til Pjeturs frænda í kvöld. Þar verður meiri fiskur á borðum. Enda finn ég hvað gáfur mínar njóta sín æ betur við hvert gramm af fiski sem ég læt í mig. Tékka á þrumunni minni á eftir. Kóreuvagninn er reyndar ekki sem verstur. Eyðir fremur litlu eldsneyti. En hann vantar nú ansi margt sem prýðir minn eðalvagn.
Það stóð jafnvel til að skreppa í Fellsendavatn í dag. Veðurspáin varð þó til þess að fresta för okkar Jóns Ragnars þangað. Bíður bara betri tíma. Það er ró og friður yfir tilverunni. Jafnlyndið það sama og ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu eins og áður. Það er líka tilgangslaust að æsa sig upp yfir smámunum. T.d. hroka og sjálfbirgingshætti. Allavega sakna ég ekki forstjóra fasteignasölunnar Bakka ehf. Ég hef líka á tilfinningunni að hún sé í andarslitrunum. Kannski var það óumflýjanlegt. Uppskeran verður að venju í samræmi við sáninguna. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, sem erum slakir og rólegir heima, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online