Friday, June 20, 2008

 

Veiðitöfrar.

Eftir rúman klukkutíma munu margir veiðimenn kasta agni í Veiðivötn. Þessa paradís sem ég hef lofað svo lengi á þessu bloggi. Í gamla daga var ég þarna um Jónsmessuleytið. Með tvo afkomendur mína með mér. Sölva og Sigga Þráinn.Eitt árið er mér sérstaklega minnisstætt. Það var ár hvíta víkingsins, timburmannanna, og allra hinna sem ég hef gleymt hvað við nefndum. Smáfrost og fjúk þann 24. Morgundagurinn miklu betri og við rótuðum honum upp í Litlasjó. Nú bíða Veiðivötn um stund. Hlakka þó enn til að keppa við vin minn, Himbrimann, þegar þar að kemur.

Ölfusá verður opnuð á morgun með hefðbundnum hætti. Oftast verið þar klukkan 7 og spjallað við vini og kunningja. Bæjarstjóranum forna, Karli Björnssyni, tókst stundum að ná urriðatitti í land.Ef fólk hefur veitt slíka fiska undanfarin ár hafa þeir verið nefndir bæjarstjórar.Í fyrra var það bæjarstjórinn Ragnheiður sem byrjaði.Eftir því sem ég man best fékk hún ekki einu sinni bæjarstjóra. Ég ætla ekki að vera á bökkum minnar kæru ár í fyrramálið. Ég efast ekki um að riddarinn sjónumhryggi verði þar mættur. Forsetinn mikli. Það er sannarlega fullgild ástæða fyrir fjarveru. Með bestu kveðju frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Kom eitthvað upp úr ánni?
 
Klettsvík með fyrsta?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online