Wednesday, June 04, 2008

 

Sól og 16,4 gráður.

Það er nú ekki bráðskemmandi veður. Kári hefur fyllst galsa í þessu veðri og hert verulega á sér. Raikonen er illa við rokið og ég held að hann sé að verða gróinn við baðvaskinn.Þó finnst mér sérkennilegt að sitja heima á þessum tíma dags. Vaninn er sterkur og stjórnar mörgu. Ég hef lokið störfum á fasteignasölunni Bakka eftir að hafa starfað þar í sexoghálft ár. Ekkert við því að segja því samdráttur hefur verið mikill og ekki bættu atburðir síðustu viku stöðuna. Ég hef verið að endurmeta ýmislegt s.l. 2 sólarhringa. Það er það fyrsta sem gera þarf þegar breytingar verða í lífi og starfi.Ég gerði þetta líka þegar ég notaði jarðarfararpeningana í fyrrahust til að kaupa nýjan flatskjá. Það gengur nokkuð vel og rólyndið er til staðar enn. Ég hef talað við nokkuð marga undanfarna daga. Heimsótt skrifstofur verkalýðsfélaga, vinnumiðlunar og í dag kom ég við í Tryggvaskála. Þessu gamla og nýja húsi. Þar eru bæði sjálfboðaliðar og launað starfólk til húsa nú um stundir. Þetta hefur allt verið mjög ánægjulegt og létt mér óvissuna sem framundan er. Ekkert hefur þó sannað mér meira þessa daga hversu mikilvægt það er sem ég hef svo margsagt hér á þessu bloggi að orð skuldi standa. Sumir hugsa lítið um slíka hluti en aðrir meira. Við litli stóri vinur í baðvaskinum sendum vinum okkar bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Er þetta þá jarðarfararvarp? Hmm. Óvissan er tvíbent, hún er kannski ekki skemmtileg en þýðir þó að allt geti gerst og brugðið geti til beggja vona, þá er að leggja alla sína þyngd á þá hlið sem er manni hollust. Sendi mjá í vaskinn og sumarkveðjur í stofuna.
 
Mæli með að Hösmagi snúi sér að innheimtum. Það verður örugglega mikið að gera í þeim bransanum á næstunni. Minni á drápslínuna góðu.

Kv.
Maggi
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online