Saturday, June 07, 2008

 

Fram úr rúminu öfugu megin.

Það hendir nú besta fólk. Enda ekki skrýtið efir að hafa verið á leið í leikhúsið með Condólísu ræs. Ekkert bílastæði við þjóðleikhúsið. Einungis pláss fyrir eitt reiðhjól við borgarleikhúsið. Lítið gagn í því. Ég hef nú ekki mikið álit á utanríkisráðherra bandaríkjamanna.Skvísa samt sem áður. Er það sem mér sýnist að hún sé hölt? Mér leið þó ekki illa í þessum furðulegu draumförum. Stundum dreymir mann eitthvað óskemmtilegt.Mér leið ekkert sérstaklega vel eftir draum á Mallorka 1981 þegar ég hafði étið aðra löppina af skáldinu mínu. Hef sagt frá því áður hér og læt duga. Vona sannarlega að Sölva mínum sé ekki illt í löppinni núna. Áður en ég lagði mig og dreymdi dökka mær gekk ég frá opnum og lokuðum gluggum. Að venju. Eftir draumana vaknaði gamall maður á besta aldri. Allt eins og það átti að vera, nema Raikonen vantaði. Sértakt dýr þessi afmán minnar sældar.Enginn köttur á svöluunum. Ekki í kærakoti í þvottahúsinu. Ég opnaði norðurgluggann. Kimi beið og var snöggur inn. Stórt handklæði til taks.Ekki þurrt þráð á Dýra. Hann lét sér, aldrei þessu vant sér ákaflega vel líka meðan ég þurkkaði feldinn góða. Kúrir nú í horninu sínu góða. Undirstaðan teppið frá Helgu og skáldi sem nú eru víðs fjarri.Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Er ekki sammála Hösmaga með það að Cóndólísa sé skvísa. Rímar samt. Forljótt kvikindi. Og það sem verra er, sennilega ljótari að innan. Hættu svo að borða lappirnar af börnunum þínum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online