Saturday, June 14, 2008

 

Enn af ryksugum...

eða ryksuguskröttum einsog Magnús minn orðaði þessi bölvuð drápstæki.Held að það sé betra að liggja bara í drullunni en að eiga svona heimilistæki. Sem sitja fyrir manni og ráðast að manni gjörsamlega tilefnislaust þegar maður ætlar sér að taka aðeins til á heimilinu.Eftir heimsókn Harðar í fyrrakvöld kom í ljós að það var stífla í rörinu og vel hægt að nota þessa haugsugu. Stífla í rörinu rekin úr með venjulegum tommustokk. Hörður hvarf svo á braut eftir hjálparstörf að venju. Auk góðs spjalls um bíla, vissa karaktera og ýmislegt annað. Ég slappaði af yfir fótbolta, frétum og öðru. Gekk svo til náða einhverntíma síðla kvölds. Og flækti mig í drullumaskínunni. Sprunginn augabrún vinstramegin, stór kúla hægra megin. Mjöðm blá fremur venju og þykkildi á vinstra handlegg. Gæti verið glerbrot. Ég sá ekki ástæðu til að hringja á neyðarlínuna út af þessum skrokkskjóðum.Hef lifað annað eins af. Og á það öruglega eftir núna. Núna ætla ég að setjst út á svalir og reyna að njóta góða veðurins sem stundum hefurverið mér kærar en nú. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online