Friday, June 06, 2008

 

Barátta.

Cervantes lét sína áhrifamestu persónu berjast við vindmyllur. Flest bókmenntafólk kannast við söguna. Hrossið góða og riddarann sjónumhrygga á þeysireið. Mér er svona álíka farið í dag. Stórbarátta við ryksugur. Litla ryksugan sem ég stærði mig að hafa fengið fyrir lítið fé hérna um árið pokalaus. Sú eldgamla systir Nilfisk ónýt útí bílskúr. Ég er bara stórastopp yfir þessum ósköpum. Fór í allar ryksuguverslanir í dag og keypti poka. Enginn passaði svo næsta vers var að skera hæfileg op. Og sníða. Árangurinn bara andskoti og djöfull. Ég ætla að henda þessu drasli í fyrramálið. Vanda valið við kaup á nýrri ruslasugu.
Ég er búinn að hirða mörg glerbrot í burtu úr íverustað okkar Raikonens í dag. Í fyrramálið ætla ég að kaupa mér nýja ryksugu. Ef veðrið helst svona gott hleð ég mínum fátæklegu húsgögnum út á svalir og reyni með hjálp nýju ryksugannar að losna við brotið gler að sinni.

Nú eru happatölurnar á sama rólinu. Þ.e.a.s X-1313 og X-13. Gamli Lancer, rann í gegnum skoðun í dag. Gamall og góður vagn.
Sumir pistlar mínir að undanförnu hafa verið lengri. Margt er breytt en Siggi Sveins, Hösmagi, ætlar að halda ró sinni. Róin er inni. Langt síðan ég hef fengið rós.Í hnappagatið. Bestu kveðjur frá mér til allra verðugra,einkum sumra, ykkar Hösmagi.

Comments:
Ha, ertu genginn í Alþýðuflokkinn? Eða merkir þetta að þig langi til að faðma litla snót á bedda þínum þegar morgungyðjan rósinfingruð hneppir sinn austurjökul í þrældóm? Barátta er annars orð sem ég hef blendnar tilfinningar til. Og Cervantes, þvílíkur djöfull að dragast með. Þó kannski betra að dragast með hann en ýmsa aðra djöfla. Keypti annars ryksugu hér í stórmarkaði, pokalausa, á 20 evrur og hún stórvirkar.
 
Alþýðuflokkurinn er dauður. Annað enn verra upprisið. Eini kratinn sem er í metum hjá mér er nafni minn Ólafsson, þó við séum ósammála í pólitíkinni. Ég er hættur við ryksugukaup í dag. Brjáðsnjöll hugmynd að reyna með pokalausa ryksugu.Vinnur ekki á fullu en nær þó upp talsverði drullu. Og nilfiskurinn í bílskúrnum þarf nánari athugunar við. Það er næsta vers að skoða hann nánar. Líklega er hann hálffertugur.Raikonen liggur fram á lappir sér hér skrifborðinu. Ég kann ekki að lesa hugsanir hans en er viss um að hann stendur með fóstra sínum í baráttunni. Við ryksugur og allt annað. Kveðjur til Espana. Hösi.
 
Mundi segja það jákvæða stöðu hjá mönnum sem eru nýlentir í jarðskjálftum og öðru slíku að aðaláhyggjuefni dagsins sé ryksuguskratti. Tippa á að talan 13 komi upp í lottóinu í kvöld. Svo er bara að hitta hinar fjórar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online