Saturday, May 24, 2008

 

Laugardagur.

Nú sé ég bara 3 hvíta díla í Ingólfsfjalli. Þeir verða sennilega horfnir um mánaðamótin. Veðrið er ágætt þó trén bærist aðeins. Það er spáð miklum hlýindum á Austurlandi í næstu viku. Allt að 26 gráðum. Þetta mun vera loft ættað frá Karabíska hafinu. Meinið við þetta er að við sunnlendingar verðum alveg af þessu og verðum í 8-10 gráðum.Svona er gæðunum stundum misskipt. Það eru rólegheit yfir okkur Raikonen. Ég sit hér við tölvuna og hann við opinn gluggann. Nokkuð brattur en líklega beygur í honum að demba sér út eftir atburði gærdagsins. Heltin að hverfa eftir hælbítinn. Kannski gæti ég vanið hann á að fara með mér í göngutúra eins við Hösmagi stunduðum töluvert þegar við bjuggum í Sænska húsinu forðum daga. Held þó að það verði erfitt.Hösmagi var algjörlega spes að þessu leyti enda urðu margir undrandi að sjá þennan alsvarta kött á skemmtigöngu með eiganda sínum. Kettir hafa hver sinn karakter líkt og við mannfólkið. Raikonen er um margt sérkennilegur. Ljúfur og hændur að fóstra sínum. Það er helst pappírsnagið sem ég verð að passa uppá. En hreinlætið er mikið og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Nóg um ketti að sinni. Ég þarf að sýna hús núna um hádegisbilið. Maður leggur það á sig á frídegi vegna ördeyðunnar á markaðnum. Aldrei þessu vant er ég ekki búinn að hella uppá og kominn tími á það. Solla og Geiri verða að bíða enn um sinn. Bestu kveðjur frá okkur rauðliðum, ykkar Hösmagi.

Comments:
Í dag bið ég sérstaklega að heilsa Raikonen og Ingólfsfjalli. Og Gúnda Bald. Er hann ekki farinn að kíkja eftir mávi? Hér eru fiskar? SBS
 
Stundum hefur nú Gúndi Bald reynst hafa rétt fyrir sér.Þegar ég ók yfir brúna í hádeginu sá ég ekki svartbakinn á sínum rétta stað. Áin tær og falleg og mun gefa í sumar. Helst vildi ég ekki sjá svartbakinn við ána. En þau eru mjög góð úr honum eggin. Það reyndi ég við Smyrlabjargarvirkjun fyrir 35 árum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online