Friday, May 23, 2008

 

Hælbítur.

Ófétið sem ég sagði frá í vetur hjó aftur í sama knérunn í morgun. Kannski hefur hann verið óvenju illskeyttur vegna ársafmælis ríkisstjórnarinnar. Um 8 leytið hleypti ég mínum friðsama ketti út í góða veðrið. Svona í smáviðrun og rannsóknir. Það leið ekki á löngu þegar ég heyrði skaðræðisvein. Rauk út á svalaganginn en sá ekkert athugavert. Enda heyrðist mér veinið koma sunnan frá. Og stuttu síðar kemur mitt kæra heimilsdýr inn um gluggann aftur. Draghaltur eftir hælbítinn. Þessi kattarafmán er að verða hrein plága á svæðinu kringum Ástjörnina. Það er hart að geta ekki haft þá glugga opna sem maður kærir sig um. Þessi sérdelis ódannaði þrjótur er sínálægur, stelur mat og áreytir Dýra minn. Ég er nú rólyndisnáungi svona yfirleitt en nú er farið að síga í mig. Verð að upphugsa einhver ráð til að handsama þetta ofbeldisketti svo við Dýri getum um frjálst höfuð strokið. Kannski er hann með örmerki og þá er hægt að finna eigandann. Nú er svalaglugginn einn opinn og Dýri kúrir í kassanum með teppinu mjúka. Þetta er nú helst í fréttum í dag.Það væri kannski ekki úr vegi að segja nokkur vel valin orð um stjórnarherrana á þessum degi, en ég hef ekki geð í mér til þess. En það kemur örugglega að því. Bestu kveðjur að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Jú, ekki gerði ég nú ráð fyrir öðru en að þrumandi ræða kæmi um Ingibjörgu Sólrúnu, afglöp Geirs og Nagarans. En það bíður þá bara síns tíma; ólíklegt að Hösmagi strjúki þeim með þögninni mjög lengi.

Kattarófétið má annars éta það sem úti frýs. Ljótt að vita af slíkri pest kringum hann Raikonen. Hann á þetta ekki skilið!

Bestu kveðjur frá Tarragona, þar sem á að rigna um helgina, Sölvi
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online