Thursday, May 08, 2008

 

Detta úr lofti....

dropar stórir, dimmt er yfir sveitinni. Tvisvar sinnum tveir eru fjórir, taktu í hornið á geitinni. Þessi gamli húsgangur á ágætlega við núna. Nokkuð vætusamt á þessum indæla morgni. Svo sem allt í lagi því, græna litnum vex ásmegin við vætuna.Þriggja daga frí framundan. Nægur tími til að hugsa um lífið og tilveruna. Sem er gott og nauðsynlegt annað slagið. Læt veður ráða gerðum mínum. Það þarf að halda í horfinu. Tiltekir eru ekki leiðinlegar þegar maður hefur manað sjálfan sig í þær. Enn nokkur pappírsvinna eftir og svo er alltaf hægt að bregða undir sig betri fætinum. Græna þruman hefur fengið að dorma í bílskúrnum alla vikuna. Bensínið komið í 150 kall með afslættinum. Lancerinn gengur eins og klukka og er hentugur í snattið hér á milli húsa. Hann er þó ekki til stórræðanna inná hálendið. Meðstjórnandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af farkosti til hálendisferðar í byrjun ágúst. Þau eru nú heldur fátækleg stjórnarlaunin hvort eð er.
Það er fleirum en mér sem blöskrar sjálfumgleði SF ráðherranna í ríkisstjórninni.Einn toppkrata landsins hefur upplýst að það var meira gert fyrir gamla fólkið og öryrkjanna árið 2006 en nú. Goðsögnin um silfurskottuna í stóli félagsmálaráðherra er bara þvæla. Ekki monta ég mig af að hafa veitt alla fiskana sem ég ætla að veiða á næstu árum. Óunnin afrek eru varla til þess fallin að stæra sig af þeim. Mikið ofsalega verður gaman þegar við losnum við þessa ríkisstjórn og höfum gert hreint í svarta musterinu við Arnarhól. Losað okkur við allt þetta úrsérgengna lið og fylkt liði um betri tíma. Fólkið, sem sífellt laumast í vasa okkar eftir meiri fjármunum í pókerinn. Sama fólkið og hefur tryggt sér margfalt betri eftirlaun en við hin. Þó ég hafi nú sagt mig úr þjóðkirkjunni detta mér í hug orð meistarans um um þá sem höfðu gert musterið að ræningjabæli. Það kann ekki góðri lukku að stríða þegar ferðalög og stríðsleikir eru ær og kýr stjórnarherranna. Kannski vitkast þeir og byrja að hugsa. Ég efast samt mjög um það.Við Kimi eðalköttur sendum ykkur bestu kveðjur. Nema Jóni Hjartarsyni. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Hva er pása? Ekki stafur í heila viku. Er ekkert að frétta af Jóni vini þínum Hjartarsyni? Eða frúnni í Galtalæk?
 
Nei, lítið. Gott fyrir frúna en slæmt fyrir Forsetann.
 
Enn ekkert nýtt?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online