Monday, May 26, 2008

 

Dauðsmannsgröf.

Hér á vinnustað er eins og í dauðsmannsgröf þessa stundina. Enginn kemur og síminn þegir. Það er ekki mitt uppáhaldsástand.Veðrið er þó þokkalegt, hitinn um 11 gráður en sólarlaust. Reyndar myndi ég vel sætta mig við lægra hitastig ef verðbólgan lækkaði að sama marki. Hún hefur ekki verið hærri síðan 1990. Og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Geiri smart nýbúinn að lýsa því yfir að við verðum að leggja íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd. Vitnar í einhverja reglu frá ESA sem aðrir segja alls ekki vera til. Eins og er er ríkisábyrgð á íbúðarlánasjóði. Það er alveg voðalegt í augum Geirs. Engin stofnun í landinu hefur þó staðið sig betur í aðstoð í húsnæðismálum. Og fyrir stuttu lýsti Ingibjörg Sólrún því yfir að einkavæddu bankarnir þyrftu ekki að hafa áhyggjur þó þeir lentu í fjárhagsvanda í pókernum. Þá kæmi ríkið þeim til hjálpar. Ekki beinlínis mikið samræmi í svona málflutningi. Bankarnir hafa reynt með öllum tiltækum ráðum að drepa íbúðalánasjóð.Sem betur fer hafa þeir ekki enn haft erindi sem erfiði. Það er að mínu mati geysilega mikilvægt að sjóðurinn fái að starfa áfram á sömu forsendum og áður. Ég hugsa að hver einasti fasteignasali á landinu sé mér sammála í þeim efnum. Jóhanna lofar að standa vörð um sjóðinn. Vonandi getur hún það og gerir. Ég hef samt miklar efasemdir um það. Einkavæðingaræðið og gjafastefnan hefur yfirhöndina enn. Ráðherrar stjórnarinnar blaðra bara út og suður eftir því hvernig vindurinn blæs.Meira um þessi mál síðar. Við Raikonen, hinn dyggi húsvörður, sendum vinum okkar bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Er stærsti glæpurinn samt ekki verðtryggingin á lánunum? Maður borgar hundruð þúsunda á hverju ári og skuldar samt hundruð þúsanda meira í árslok. Sem verðu auðvitað til að auka á verðbólguna og þannig víti endalaust.

Annars allt ágætt hérna í Tarragona. Bestu kveðjur til Raikonens, Sössi
 
12% verðbólga og 15,5% stýrivextir. Við búum án efa í mesta bananalýðveldi Vesturlanda. Fyrirtæki borgar einstaklingi 300 millur bara fyrir það eitt að mæta til starfa og ætlast svo til að fá ríkisstyrk þegar árangur er undir væntingum. Bananalýðveldi.
 
Já þetta er ömurlegt helvíti.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online