Wednesday, May 21, 2008

 

Blíða.

Hér er nú blíða á íslenskan mælikvarða. Logn en sólarlítið og hitinn í 12 gráðum. Líklega ekta gott veiðiveður þó ég fari nú ekki í veiði í dag.Það væri þó alveg hægt því hér er með eindæmum rólegt. Mér skilst að margar fasteignasölur á höfuðborgarsvæðinu séu að leggja upp laupana. Erfitt að halda úti dýru batteri ef ekkert kemur í kassann.Undirritaður hefur nú verið nokkuð lengi í þessum bransa og man nú ekki eftir svona tímabili áður. En lífið er nú allt ein bylgjuhreyfing svo það þýðir ekki að vola. Svo er Geiri farinn að tala útí annað en Solla út í hitt. Það sem mest vantar nú er stjórn sem situr ekki auðum höndum og horfir bara í gaupnir sér. En líklega er lítil von um kraftaverk frá þessu fólki. Og svo má heldur ekki gleyma riddaranum í musterinu. Það skyldi þó ekki vera að hann hækkaði stýrivexina enn á morgun. Kreddan blífur. Með bestu kveðju frá okkur Raikonen. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Ánægjulegt að sjá líf á þessari síðu. Hringdi í gærkvöldi en þú hlýtur að hafa verið lagstur undir feld. Kveðja frá Tarragona, SBS
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online