Thursday, April 03, 2008

 

Vitræna.

Hösmagi hefur verið nokkuð vitrænn í kvöld. Það er mjög notalegt að krossa við frestlistannn hjá skattstjóranum fyrir hvert framtal sem hann viðurkennir að hafa móttekið. Dagur, klukkutími, mínúta og sekúnda. Sjö krossar síðan ég kom heim úr hinu daglega striti. Mér brá reyndar aðeins áðan þegar tölvumúsin kipptist við. En áttaði mig nú fljótlega á örsökinni. Raikonen hafði kippt í snúruna.Sennilega ekki ánægður með að vera rekinn niður af skrifborðinu. Alltaf jafniðinn við pappírana. Ég er nú sífellt að fást við pappíra en langar samt ekki til að naga þá.
Vorið lætur bíða eftir sér. Næturfrost flestar nætur en svona þolanlegt hitastig yfir hádaginn. Hellisheiði var ófær af snjó í morgun. Það eru ansi mörg ár síðan það hefur gerst í aprílmánuði. Lítið annað að gera en þrauka þetta af sér. Mér dettur varla veiðistöng í hug um þessar mundir. En það breytist brátt ef ég þekki sjálfan mig rétt.
Síðasti dagur vinnuvikunnar á morgun. Og helgin verður notuð til vitrænna hluta. Svona nokkurskonar garðræktunar. Bráðagóð iðja svona inná milli. Við Kimi förum nú að halla okkur. Reyndar sé ég að hann er hér afvelta á gamla stólnum. Við sendum ykkur bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Eina ferðina enn er undirritaður að reyna að muna username og password til að geta commenterað á Hösmagabloggið. Sjáum hvort þetta virkar.

Maggi
 
Jú, Magnús minn, þetta svínvirkar.Og þrátt fyrir miklar annir þessa daga ætlar Hösmagi að blogga heilmikið á næstunni.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online