Saturday, April 05, 2008

 

Helgin..

byrjaði vel. Vitrænan úr síðasta pistli hefur gengið eftir.Rétt fyrir starfslok í gær hringdi Hörður bílameistari og bauð mér aðstoð við þrif grænu þrumunnar.Hann vissi að tjaran, saltið og ótrúleg drulla á bifreiðinni var farin að leggjast á sál mína. Hann á að sjálfsögðu fínar græjur til slíkra verka. Háþrystidælu, blöndunarkút og nóg af vatni. Ég var fljótur að skipta um föt. Nú er græna þruman skínandi eins og ég vil hafa hana. Það er alveg sama um hvaða bílavandræði er um að ræða. Hörður leysir allt. Og ég hef sagt það áður að það er gott að þekkja slíkan mann. Ég var reyndar nokkuð dasaður í gærkvöldi og varð því ekki mikið úr verki. Sofnaði seint og illa og vaknaði snemma. Gat þó sofnað aftur og var bara brattur þegar Ingibjörg systir mín hringi klukkan hálfellefu. Drattaðist framúr og hitaði mér kaffi.Sólin skein en hitinn undir núllinu. Einhvernveginn stóð pappírvinna í mér svo þá var bara að grípa í annað aðkallandi. Ruslið út úr húsinu.Nýskúruð forstofa, baðherbergi og svefnherbergi.Og að sjálfsögu skipt um öll rúmföt. Öll búsáhöld skínandi hrein eins og eldhúsið sjálft. Græna þruman fínpússuð í sólarljósinu. Síðan réðst ég til atlögu við bílskúrinn. Tveir pokar af allskonar rusli út úr honum. Tilfærsla á hlutum og gólfið sópað. Græna þruman er örugglega ánægð á stalli sínum núna. Og Hösmagi er bara nokkuð drjúgur með sig eftir daginn. Og hlakkar til morgundagsins. Það verður áfram úr nægu að moða. Pappír og meiri pappír.Hringja í þennan og hringja í hinn. Boð í kvöldmat hjá Pjetri frænda í Hveragerði.Kimi hefur fylgst nákvæmlega með öllu athæfi fóstra síns í dag. Hann er orðinn vanur þvottavélinni en flúði út á svalir þegar ryksugan var gangsett.Hann er kúnstugur að mörgu leyti. Hann hefur aldrei komið inní bílskúrinn. Klúkir í nágrenninu og kemur svo þjótandi um leið og ég kem út úr skúrnum.Það má sennilega búast við þéttari pistlum hér á Hösmagabloggi á næstunni.Það gerist oftast þegar svartir draugar eru kveðnir niður. Ég ætla að þessu sinni að senda börnunum mínum alveg sérstakar kveðjur. Ég veit að þau verða ánægð með þennan pistil. Við Kimi biðjum að heilsa að sinni. Ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online