Friday, March 14, 2008

 

Skjalagerð.

Nafni minn Ólafsson sagði sig úr þjóðkirkjunni. Ég gerði það líka. Með skjalagerð. Ef hann vill segja sig úr Íslandi með skjali þá skrifar hann bara vinkonu sinni og átrúnaðapáfa, Ingibjörgu Sólrúnu. Hún reddar nú öðru eins. En það þarf að sjálfsögðu aðgæslu við alla hluti. Það er nefnilega heilmikið af fólki á Íslandi sem virðist alls ekki getað staðið við orð sín. Loforð eru léttvæg. Ég varaði sérstaklega og margsinnis við slagorði Ingibjargar og félaga fyrir síðustu kosningar. Fagra Ísland. Sum skip fara reyndar aldrei á sjó. Sökkva við bryggjuna um leið og þau eru sjósett. Innviðirnir ónýtir frá byrjun og tilgangurinn aðeins að blekkja fólk. Framkvæmdir við nýtt álver eru hafnar. Vítamínsprauta Geirs og Ingibjargar sem ekki vildi setja fótinn fyrir Kárahnúkavirkjun. Ég skammaðist nú oft útí síðustu ríkisstjórn. En þessi er sínu verri. Næsta álver kemur á Bakka. Þorlákshöfn er líka hérna rétt hjá mér. Það á að virkja Þjórsá. Það á líka að klára allan jarðhita á Reykjanesi og á Hengilsvæðinu. Það er kannski ekkert skrítið að sumir ungir menn vilji segja sig úr Íslandi. Þeir sömu og studdu hvað harðast þann flokk sem svikið hefur allt sem hægt er að svíkja. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hvorki ætla ég nú í meting né að verja það sem þessi ríkisstjórn gerir vont. En gleymum því nú samt ekki að Steingrímur J. var tilbúinn til að gefa eftir Helguvík í viðtali mánudaginn eftir kosningar í fyrra. Ef ég man þetta rétt, þá sagði hann að málið væri hvort sem er komið of langt til að hægt væri að stoppa það.

Þannig að allir stjórnmálamenn sitja í sömu súpunni og enginn er undanskilinn.

En ætli ég segi mig nú nokkuð úr Íslandi samt. Held alla vega út þangað til að íslenska krónan er sokkin undir 15 danskar. Spurning hvort það gerist um helgina eða strax eftir hana.
 
...því skal reyndar haldið til haga að Hösmagi hefur síst sparað gagnrýnina á sína VG þegar að það á við og hlýtur han hrós fyrir það.

Enda af feykinógu af taka.
 
Ég get nú ekki séð hvað Steingrímur Jóhann kemur þessu við.Ég sá reyndar ekki þetta viðtal sem þú vitnar í. Ég er að tala um þessa ríkisstjórn og ekki á Steini greyið aðild að henni. Það sem ég er að segja er að SF þarf ekki að efna loforð.Fagra Ísland er eitt mesta blekkingartilræði sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur notað í kosningabaráttu fyrr og síðar.Ungir jafnaðarmenn hafa ályktað um álverið í Helguvík. Pre fyrir það. Kannski er stjórnsýslan á Íslandi orðin svo rotin að gamla kúrekasiðferðið sé orðið að lögum. Skjóta fyrst og spyrja svo. Eða skjóta bara og spyrja einskis.
 
Já, eins og ég segi, ekki ætla ég að verja slæmar gerðir núv. ríkisstjórnar þegar að það á við.

Bendi bara á að meira að segja Steingrímur J. sagði að Helguvík væri komin of langt til að meira að segja hann treysti sér til (eða langaði til) að stöðva það. Svo er Bakki nú ekki enn orðinn að framkvæmd. Þannig að við skulum enn þá vona það besta þó að ég viðurkenni fúslega að ég er fullur vantrausts í garð þingmanna Samfylkingarinnar á Norður- og Austurlandi þegar kemur að því að standa með umhverfinu í álversvæðingunni.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online