Monday, March 17, 2008

 

Lítið batnar það.

Það má segja að þetta sé svartur mánudagur. Evran er komin í 118 krónur og dollarinn í tæpar 75. 5,92% gengisfall og erfitt að meta framhaldið. Það verður fróðlegt að heyra í þeim sem nú stjórna landinu. Yfirleitt eru það nú lofræður um hvað þeir eru flínkir í stjórn efnahags og peningamála. Það er svona á mörkunum að maður nenni að blogga um þetta. Þó talað sé um gott samkomulag stjórnarflokkanna sjá allir grundvallarágreininginn í peningamálum.Bankarnir hafa stigið bremsurnar í botn í skyndingu. Og líklega stutt í timburmenn neyslufyllerísins sem þeir hafa kynnt hvað mest undir síðustu misserin. Og bjargræðið er að koma íbúðalánsjóði fyrir kattarnef.Ríkisstjórnin hefur mikinn þingmeirihluta. En það er bara ekki nóg ef aldrei er gripið til neinna raunhæfra aðgerða.
Nú er páskavika og spá mín um vorið á föstudaginn gengur ekki upp. Ætli maður hreiði bara ekki um sig undir sæng í páskafríinu. Ég fer allavega ekki til veiða ef búast má við að frjósi í lykkjunum. Bestu kveður frá okkur fósturfeðgum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online