Wednesday, March 19, 2008

 

Það er.....

miðvikudagur og lífið gengur sinn gang.Andvari með vætu og 6 stiga hita. Þó talsverður snjór sé hér enn gengur þó á hann smátt og smátt.En varla geri ég ráð fyrir páskaveiði þetta árið. Það eru rólegheit hér í vinnunni í dag og ég er hér einn eins og er. Kærkomið 5 daga frí framundan en ekki mjög bjart yfir efnahagsmálunum. Það eiga eftir að dynja á okkur verðhækkanir á næstunni og eru reyndar þegar byrjaðar. Best að reyna að gleyma því yfir páskana og hugsa um skemmtilegri hluti. En auðvitað hefur þetta ástand mikil áhrif á þá starfsgrein sem ég vinn við og það er visst áhyggjuefni útaf fyrir sig. En það hefur stunduð reynst best að fresta áhyggjum og vona að úr rætist. Það þekki ég vel á eigin skinni um langa hríð.
Þar sem ég er nú svona á landhelgislínunni við bloggiðju dagsins og svo á leið í mat læt ég staðar numið. Við Kimi sendum kveðjur og óskir um góða páskahátið, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, það er ekki laust við að fari um mann. Evran er í 127 krónum og . . . ja, ég bara veit það ekki. Maður er svona hálfpartinn með hjartað í buxunum.

Bestu kveðjur engu að síðu frá Barcelona, S.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online