Thursday, March 13, 2008

 

Doði.

Hálfgerður doði hér í dag. Síminn hringir varla og þá verður tíminn lengi að líða. Eina bótin er sú að nú er skattavertíðin byrjuð svo ég er nú ekki verklaus heimafyrir. Veður hefur verið þokkalegt í dag og hitinn svona 3-5 gráður. Hleypti Raikonen út í hádeginu svo það má búast við tómum dalli þegar heim kemur.Sá óboðni virðist hafa óbilandi áráttu að laumast inn þegar færi gefst og er alveg hroðalegur gámur.
Ég hef nú ekki enn lagt í almennileg þrif á grænu þrumunni.Tjaran og saltið hefur öll völd þessa daga. Vonandi fer að hlýna almennilega á næstunni svo þorni til og einhver árangur verði af þrifum. Annars væri líka athugandi að nota fæturnar meira því bensínið hækkaði enn í verði í dag. Ég á líka prýðisgóðan hjólhest sem lengi hefur staðið ónotaður í bílskúrnum. Þetta er nú svona hálfgildings gúrkublogg enda engar stórfréttir af undirrituðum. Skrifa meira síðar þegar andinn blæs mér í brjóst.Við Kimi sendum bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Gúrkublogg? Lífsmark engu að síður og er það vel enda óvenjulangt liðið milli pósta, svona miðað við ganginn á Hösmagasíðu. Bestu kveðjur frá Barcelona, sbs
 
Stundum er tíðindaleysið ágætt. Engar fréttir eru góðar fréttir, stendur einhvers staðar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online