Monday, March 03, 2008

 

Blikur á lofti.

Það er eldfimt ástandið í S Ameríku þessa dagana. Eftir árás eiturlyfjalýðveldisins inní Ekvador eru forsetar þess og Venesúela ekki kátir. Vonandi verða einhverjir til að stilla til friðar.Nóg er nú samt. Morðæði Bandaríkjamanna í Írak heldur áfram. Ísraelsmenn strádrepa óbreytta borgara á Gasa.Bestu vinaþjóðir Geirs forsætisráðherra. Enginn veit hvað á eftir að gerast á Balkanskaga eftir að Kosóvo lýsti yfir sjálfstæði. Serbar munu aldrei sætta sig við það og það er með ólíkindum að margar vestrænar þjóðir skuli viðurkenna þessa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það verða dýrkeypt mistök. Bennisteinsfnykurinn sem Hugo Chaves talaði um í fyrra svífur enn yfir vötnunum, enda djöfullinn ekki langt undan, brosandi út að eyrum.
Við Dýri erum snemma á fótum á þessum þriðjudagsmorgni. Hann tolldi ekki lengi úti í fjúki og 5 stiga frosti. Líklega væri notalegra að dvelja í 18 gráðu hita í Barselóna. En ég ætla að teysta á eigin spá um að vorið komi í alvöru á föstudaginn langa. Þangað til eru 17 dagar sem verða fljótir að líða því nóg er að gera. Og Herconinn er klár. Þrátt fyrir endalaus snjófjöll hér sé ég spegilsléttan vatnsflöt. Ekki snjókorn á jörðu, hitastigið komið í 2ja stafa tölu og ég finn andvarann leika um vanga. Skyndilega er rifið hressilega í línuna og dásemdirnar halda áfram. Þetta er það sem heldur manni á þessu skeri hér norður í Ballarhafi. Það er enn eitt afmæli Hösmaga framundan. Það munar lítið um einn kepp í sláturtíð. Ég fer í sneiðmyndatöku á morgun og hitti Eirík Jónsson. Lækninn, sem skar mig upp í september. Hann er örugglega búinn að lesa sonnettur Keats.Ég kvíði engu. Nema því að fá ekki morgunkaffi í fyrramáið. Stoppa bara í Litlu Kaffistofunni í heimleiðinni. Fæ mér svo nýjasta nýtt hér í Ástjörn. Rautt ginseng frá Kóreu. Örugglega góður metall. Allavega ætla ég ekki til Jónínu í stólpípu. Það síðasta sem ég frétti af þeim lausnara var að hún var á leið vestur á firði til að afeitra Vestfirðinga. Það er allra meina bót að láta dæla vatni inní afturendann. Eða hvað?Það er merkilegt hvað endalaust er hægt að gera sér fávita að féþúfu.

Nú er Kimi lagstur hér á borðið og mál að linni. Kaupsamningur klukkan 10 og það er alltaf ánægjuefni. Við rauðliðar sendum ykkur bestu kveðjur. Þó bylurinn leiki sér úti er að verða sauðljóst. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Sorglegt ef satt er að Chavez skuli e.t.v. einmitt dæla peningum í glæpasamtökin sem helst eru þess valdandi að Kólumbía er ,,eiturlyfjalýðveldi". Það breytir því þó ekki að ekkert afsakar það hjá kólumbískum yfirvöldum að vaða yfir næstu landamæri til að leysa innanlandsvandræði.

Vona annars að tékkið gangi vel og að kaffið á Litlu kaffistofunni reynist gott.
 
Ég sé að það styttist í 10.000 hittið hér á síðunni - gef þessu í mesta lagi viku! Eru verðlaun í boði fyrir þann heppna?
 
...einn reyktur úr kistunni kannski?
 
Næsti pistill er nýtt comment á þennan.
 
Hvað þýðir það? Ég reyndi að hringja í gær en náði ekki í þig, svona um átta leytið að íslenskum tíma . . .
 
Í gær. Var það fimmta eða sjötta? Afmælisdagurinn var góður.Samt sem áður eru erfiðleikar framundan. Ég vinn úr þeim eins og öllu öðru. Sölvi minn, það fyrsta sem sá hinn frábæri karakter Eiríkur sagði við mig voru hrósyrði um sonnetturnar.
 
This comment has been removed by the author.
 
Síðasta komment á ekki við lengur. Nú skín sólin og það er bara bjart framundan. Meira síðar þegar um hægist í djobbinu. Bestu kveðjur. Hösmagi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online