Tuesday, February 05, 2008

 

Vítamín og lýsi.

Hösmagi greip til þess ráðs í harðindunum að undanförnu að éta vítamín og drekka þorskalýsi. Hann telur að þetta sé byrjað að virka nú þegar. Vaknar hressari að morgni og betur undirbúin fyrir átök nýs dags.Nú er 7 stiga frost hér og hægur vindur. Föstudagurinn kemur með rok og rigningu. Kjörveður undirritaðs nú um stundir.Þó mér leiðist rok svona yfirleitt er gott að fá það með plúsgráðunum til að vinna á snjónum. Skipulagningin á veiðidögum komandi sumars hófst í gær með samtali við Bryndísi veiðivörð í Veiðivötnum. Bíð nú eftir að heyra frá skáldinu mínu svo hægt verði að samræma þessa dásamlegu daga við aðrar dásemdir sumarsins. Dagarnir í Ölfusá ráðast í mars og það er einnig tilhlökkunarefni. Ég er við sama heyrarðshornið og undanfarin ár. Brauð og leikir verða áfram hluti tilverunnar. Gera brauðstritið bærilegt og næra sál og líkama.
Baunasúpa sprengidagsins klikkaði aldeilis ekki. Beikonið mallaði með í 20 mínútur.Rófur, kartöflur og saltkjöt með. Raikonen leist ekki á þennan mat og hélt sig að döllum sínum. Stóðum báðir á blístri að kvöldverði loknum og sváfum eins og lömb til morguns.Hann er nú nýkominn inn með snjóugt skott og snuddar í kringum fóstra sinn. Þetta er sem sagt góður morgunn þrátt fyrir snjó og kulda. Ylurinn af tilhlökkun til komandi sumars vegur leiðindi tiðarfarsins upp.Við Kimi sendum ykkur öllum bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Svo manstu eftir ólífulaufunum! Veiðiplön annars í skoðun, hef samband, Sössinn
 
Og sólhatturinn, maður, sólhatturinn. Annars má maður nú ekki verða að gangandi vítamínfíkli. Hófið er best í þessum efnum sem öðrum.Bless til Barselóna. H.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online