Tuesday, February 26, 2008

 

Vofur á sveimi?

Það er gamall og góður siður að hafa það er sannara reynist. Hvort sem það er draugagangur á heimasíðu dómsmálaráðherrans eða ég svona glámskyggn er pistillinn frá því í gær nú sýnilegur. Vonbrigðareflex ráðherrans blasir við öllum. Hann segir orðrétt um Svandísi: Hún þorir ekki að axla ábyrgð með sjálfstæðismönnum á stjórn borgarinnar og hangir í pilsfaldi Samfykingarinnar. Glansinn er horfinn af Reykjavíkurarmi VG. Vonbrigði ráðherrans eru augljós og staðfesta það sem margir vissu áður að þegar Björn Ingi rauf samstarfið við flokkinn hans reyndi íhaldið með öllum ráðum að fá Svandísi til samstarfs. Glansinn er horfinn af henni af því hún vildi ekki þýðast Villa og kompaní. Fólkið sem nú gengur með sligaðar axlir af ábyrgð. Gremjan er svo sem skiljanleg. Eyðimerkurganga íhaldsins í Reykjavík mun halda áfram og blóraböggull þess er Svandís Svafarsdóttir. Það er voðalega ljótt og ábyrgðarlaust að hryggbrjóta svona föngulega biðla. Gamla sagan endurtekur sig.Stundum komast menn ekki heim með sætustu stelpunni af ballinu og verða að notast við einhverja hallærispíku.Fleiri kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online