Monday, February 11, 2008

 

Spilaborg.

Ég var með gg Villa í lagadeildinni í þá gömlu góðu daga. Við júristar höfðum aðstöðu á Aragötunni. Til lestrar og annara hluta. Við spiluðum stundum Yatsi uppá peninga. Ræddum jus og heimsins gagn og nauðsynjar.Og gg Villi framkvæmdi spilagaldra.Hann var ótrúlega snjall galdramaður. Ég brýt enn heilann um hvernig hann fór að þessu. Ég reyndi mikið til þess að veiða leyndardóma galdranna uppúr honum. Án árangurs. Mér varð hugsað til þessa skemmtilega tíma í gær. Það voru engir galdrar á blaðamannafundi gg Villa í gær. Hann sat einn fyrir svörum. Félagar hans í borgarstjórnarflokknum flúnir af hólmi. Berandi fullt traust til foringjans.Mannsins, sem margstaðinn hefur verið að lýgi og ótrúlegu dómgreindarleysi að undanförnu.Mannsins, sem ætlar að vinna traust fólksins aftur. Enda búinn að biðjast afsökunar.Og formaður flokksins getur í hvoruga löppina stigið.Þetta verður bara að ráðast. Hann er stikkfrí.Og borgarstjórinn má vart vatni halda af fögnuði.Hann er bjartsýnn. Málaefnaskráin er góð og nú verða verkin látin tala. Þetta er raunveruleiki núverandi meirihluta í höfuðborginni. En spilaborgir eru fallvaltar. Það þarf ekki nema einn fret til að hreysið hrynji til grunna.Það væri affarasælast fyrir borgarbúa og reyndar fyrir okkur sveitavargana líka að það gerðist hið fyrsta. Það er mál allra landsmanna hvernig höfuðborginni er stjórnað. Skrípaleikur núverandi valdhafa skaðar alla. Galdrameistarinn mikli segist hafa axlað ábyrgð á mistökum sínum. Hokinn af reynslu og ábyrgð.Þetta er ótrúlega ömurlegt sjónarspil. En það er gömul saga að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna tíma. Flokkshagsmunirnir í öndvegi sem jafnan fyrr. Hroðanum er sópað undir teppisbleðilinn. Samt munu illdeilurnar og klofningurinn halda áram. Og höfuðborgarbúum blæðir. Uppskera íhaldsins í Reykjavík í næstu kosningum verður vonandi í samræmi við sáninguna sem við höfum orðið vitni að að undanförnu. Ekkert er Reykvíkingum nauðsynlegra en að losna við núverandi stjórnendur borgarinnar. Mesta skaðræði sem yfir þá hefur dunið. Það mun gerast fyrr en margir halda.

Þó ekki sé nú beinlínis vorlegt umhorfs á fæðingarstað undirritaðs, unir hann nokkuð glaður við sitt. Fósturbarnið líka. Kyrrt veður og hitastigið réttu megin við núllið.Ég talaði við dóttlu mína í gærkvöldi. Mér fannst það mjög ljúft.Minnist 11. febrúar fyrir 40 árum þegar ég leit lítið stelpukríli í fyrsta sinn.Ég held að hún sé hamingjusöm og við ætlum að njóta samveru í veiðiskap næsta sumar. Það er ekki leiðinlegt að dvelja við Þingvallavatn á fallegum sumardegi. Murtur og bleikjur vakandi á víkum. Einn og einn stórurriði á ferli líka. Þær Ingunn Anna og Hrefna munu heldur ekki spilla deginum. Það er létt yfir gömlum veiðiref í morgunsárið. Fölskvalaus tilhlökkun til komandi dásemda sumarsins. Nafni minn elskulegar fær sérstakar árnaðaróskir. Tuttuguogtveggja í dag, þann tólfta. Bestu kveðjur frá okkur Kimi á þessum kyrrðarmorgni, ykkar Hösmagi.

Comments:
Sýnt þykir að íslensk stjórnmál eru skrípaleikur frá a-ö. Ég efast um að tiltrú almennings á valdsmenn þjóðarinnar hafi nokkru sinni verið minna, sama í hvaða brú þeir sitja. Hið pólitíska landslag á Íslandi er vægast sagt ömurlegt og ber borgin þar af í hroðanum, eins og alþjóð sér og veit.

Þingvallavatn er heldur betur annað mál og hlakka ég sjálfur til að standa yst á Öfugsnáðanum, leyfa flugunni að sökkva vel og bíða þar til bleikjan stekkur á hana. Þannig fékk ég eina 2 punda í fyrsta kasti í fyrrasumar og það var eins og að vera með mun stærri fisk á, enda græjurnar svo léttar, engin sakka eða neitt sem dregur úr krafti fisksins, hreint út sagt frábært.

Barsan góð sem fyrr þótt útlit sé fyrir rigningu í vikunni. Bestu kveðjur, Sössinn
 
Öfugsnáði er skemmtilegt örnefni. En hvernig skyldi það vera til komið? Stundum leiða þau hvert af öðru. Vatn undir hlíð í Skagafirði varð til þess að hlíðin varð að Vatnshlíð og vatnið að Vatnshlíðarvatni. Nú spáir hann samfelldri hláku fram yfir helgi.Og vorið kemur eigi síðar en á langa frjádag. Bestu kveðjur, H.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online