Sunday, February 17, 2008

 

Senuþjófar.

Nú þarf ég ekki lengur að vera andaktugur á sunnudögum. Geri það sem mig lystir. Líklega á ég eitthvað eftir af barnatrúnni en er feginn að hafa loks haft rænu á að segja mig úr þjóðkirkjunni. Ég trúi á hið góða og það dugar mér ágætlega. Nú bærist ekki hár á höfði og hitinn 5 gráður. Kom heim uppúr miðnættinu og færðin eins og á sumardegi. Afmælisveisla dótturinnar var frábær. Allir kátir og ekki fóru menn svangir eða þurrbrjósta úr þessari veislu.Afmælisbarnið lék á alls oddi og ég mun lengi minnast þessa kvölds. Í miðjum klíðum hélt ég að ég sæi sýnir. Það dúkkaði upp gestur sem enginnhafði búist við. Þettavar brosandi skáld. Litli bróðir tók sem sagt flugið frá Barselóna til að heiðra systur sína með nærveru sinni á ögurstundu. Sannarlega óvæntur gleðigjafi í þessa veglegu veislu. Þegar dóttla gifti sig fyrir 9 árum gerðist reyndar svipað. Þá mætti eldri bróðirinn álíka óvænt. Þá spilandi handbolta í Þýskalandi. Begga mín nýtur þess að eiga bræður sem finnst vænt um þessa stelpu. Og gömlum föður leiddist þetta ekki mjög. Ekki á hverjum degi sem ég hitti öll börnin mín saman. Það var margt skrafað í gærkvöldi. Og, aldrei þessu vant,komu laxar og silungar inn í umræðuna. Líklega átti vorfiðringur á miðjum Þorra sinn þátt í því. Mér var líka fagnað við heimkomuna. Um leið og ég stakk lyklinum í skrána heyrðist mjálm. Húsvörðurinn kátur að endurheimta fóstra sinn. Mal, hnoð og reist skott. Hann er nú búinn að kanna veiðilendurnar og ég hef lokið eftirliti með sauðum mínum. Það er vellíðan yfir okkur báðum og við munum njóta dagsins.Krúttkveðjur frá okkur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, mér var trúað fyrir þessu hernaðarleyndarmáli. Náði aðeins að hitta hann líka þarna á laugardeginum. Þurftum að velja okkur samkomustað þar sem nokkuð tryggt væri að enginn úr hans ættboga gæti villst inn.

Kveðjur til allra veislugesta helgarinnar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online