Thursday, February 07, 2008

 

Logn.

Það er stund milli stríða. Blankalogn og hitastigið rétt ofan við núllið.Snjófjöllin hækkuðu töluvert í gær en von er á rigningu og roki þegar líður á daginn.Veður sem Hösmagi kann að meta nú. Við kisi nokkuð snemma á fótum og hann djöflast hér með bréfkúlur um alla íbúð.Helgin að ganga í garð og pappírshaugarnir eiga ekki von á góðu frá mér. Þegar ísinn hefur verið brotinn verður leiðin greiðfær.
Nú hefur verið gengið frá Veiðivatnadögum komandi sumars. Við feðgar og langfeðgar verðum þar 12.-14. ágúst og skáldið með sitt lið 3.-5. ágúst. Ég hef góða tilfinningu fyrir sumrinu þó nú sé leiðindatíðarfar. Ég er fegin að halda ró minni og sálarheill þó allt sé á bólakafi í snjó. Búinn að brynja mig gegn ástandinu, m.a. með lýsi og vítamínum. Hef bætt við mig kílói með bollu- og baunaáti vikunnar.Markmiðin eru misjöfn. Margir hoppa hæð sína af hrifningu ef eitt kíló hverfur. Þessu er öfugt farið hjá mér. Viðbótarkíló er áfangi og sigur hjá mér.Í fyrradag fékk ég boðun frá Lsp. um sneiðmyndatöku. Fer þangað á þeim ágæta degi, 5. mars. Ég kvíði engu. Ekkert bendir til annars en að allt sé í góðu lagi. Það er að sjálfsögðu góð tilfinning fyrir lífsglaðan mann sem enn nýtur tilverunnar út í hörgul. Lífsgleði og jákvæðni eru góðir bandamenn þegar eitthvað bjátar á. Það hef ég sannfærst um í hremmingum undanfarinna áratuga. Það er sem sagt bjart yfir gömlum veiðimanni þó ekki sé mjög veiðilegt í augnablikinu. Við Raikonen sendum ykkur bestu kveðjur úr morgunkyrrðinni.Báðir alveg rosalega flottir, ykkar Hösmagi.

Comments:
Gott að heyra að þið félagarnir hafið það náðugt. Allt með sama sniði hér í Börsunni, indjánasumarið heldur áfram og bakar manni leti, bolludagurinn gleymdist og sama á við um sprengidag. Ætla út í búð núna eftir kjallarabollu með saltkjöt til að bæta þetta upp. Bestu kveðjur og gleðliega helgi, Sössi!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online