Sunday, February 24, 2008

 

Góa.

Góan er kominn. Það er gluggaveður, sólskin og 7 stiga frost. Ég ætla að standa við spá mína um að vorið komi þann 21. mars. Föstudagurinn langi verður góður veiðidagur eins og fyrir 15 árum. Það er gúrkutíð á þessum ágæta sunnudegi. Skreppitúr í afmæli Egils sterka eftir hádegi. Örugglega eitthvað gómsætt á borðum hjá Boggu minni. Húsvörðurinn starir út um gluggann. Sýnilega í þungum þönkum. Pælandi í hagamúsum og öðru skemmtilegu.
Ekki veit ég hvað tekur við á dagskrá sjónvarpsins næsta laugardagskvöld. Laugardagslögunum lauk í gærkvöldi. Þessi ömurleiki hefur jafnvel verið enn verri en leiðindakvöldin með Gíslamarteini fyrir nokkrum árum. Dagskrá sjónvarpsins hrakar dag frá degi. Sendingarnar frá stöð 2 hafa skilað sér. Páll Magnússon og Þórhallur Gunnarsson. Best væri að reka þá báða ekki seinna en strax. Ég er kominn á þá skoðun að það eigi að gera ríkissjónvarpið að áskriftarstöð. Þá losnuðum við við að greiða 35.000 á ári fyrir ömurleika sem við viljum alls ekki. Margir sem vinna þarna hvorki mælandi né skrifandi. Þetta er reyndar orðið svona hjá dagblöðunum líka. Það er leitun á grein eða frétt sem er laus við málvillur. Sumt hrein merkingarleysa og sýnir að íslenskunni hrakar og metnaðarleysið er algjört. Ég lít á fríblöðin sem troðið er hér innum bréfalúguna sem hreint brot á mannréttinum mínum sem stjórnarskráin á að tryggja. Þetta er bara sorp sem mér er gert að fjarlægja af mínu heimili. Þessutan er þeim aðeins troðið hálfa leið innum lúguna svo snjór og regn eiga greiða leið í forstofuna ef þannig virðrar. Sama gildir um allan ruslpóstinn. Ég er ekki að sakast við fólkið sem ber út þennan hroða. Því er uppálagt að hundsa vilja íbúanna þó þeir með öllum tiltækum ráðum gefi það skýrt til kynna að þeir vilji losna við þessa áþján. Ég vona að haglabyssan mín fái ekki nýtt hlutverk á næstunni.
Þó Hösmagi nöldri aðeins á þessum fallega morgni er hann ákaflega hress sem oftast áður. Grænu bólurnar sem ég fékk í fyrradag horfnar. Það var myndskeið frá flokksráðsfundi VG í sjónvarpinu. Þar brosti Jón Hjartarson út að eyrum. Einhver alversta forsending sem íslensk stjórnmál hafa setið uppi með í áratugi. Og er þó af nógu að taka. Mér hefur alla tíð verið þvert um geð að fyrirlíta fólk. En stundum verður alls ekki hjá því komist. Lúsifer skýtur alltaf upp kollinum annað slagið.

Ég sendi öllum vinum mínum kærar kveðjur. Hinir fá engar, ykkar Hösmagi.

Comments:
Minn bara brattur í morgunsárið! Gleðilega Góu annars, hún hófst hér með skýjuðu veðri sem spáð er frameftir viku, velþegið inniveður sem heldur manni vonandi sæmilega að verki. Bestu kveðjur til ykkar Raikonens, S.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online