Thursday, February 28, 2008

 

Ekki meir, ekki meir......

Ný snjófjöll að verða til hér. Það er nóg komið og ég vona að sá sem setti þennan snjó niður sjái sóma sinn í að fjarlægja hann hið fyrsta. Annars er þetta prýðisveður og orðið albjart um 8 leitið. Fremur rólegt í vinnunni en alltaf er þó eitthvað til að halda okkur við efnið. Styttist í vinnuvikunni og hlaupársdagurinn á morgun. Ég var heppinn 1944 að draga komu mína í heiminn um nokkra daga. Bróður mínum varð ekki að ósk sinni því hann hafði vonað mjög að ég yrði hlaupársbarn.
Ég var að lesa ritdóm Davíðs A. Stefánssonar um Fljótandi heim. Þar kveður við annan tón en hjá þurrkuntunni hér um árið. Ekki er mér nokkur leið að skilja hvernig Egill Helgason getur notast við þessa manneskju í Kiljuþáttum sínum. Yfirleitt eru umsagnir hennar illa grundaðir sleggjudómar og ef hún hrósar einhverju er nánast hægt að bóka að það er einskis virði. Ég lagði það stundum á mig í gamla daga að lesa þær bókmenntir sem þessi kona hafði dásamað og mært opinberlega. Nú er ég löngu hættur að taka mark á henni. Kannski er best að lesa bækur áður en maður les dóm um þær. Heimurinn er nú enn nokkuð fljótandi í hausnum á mér þó rúmt ár sé liðið frá lestrinum. Þessvegna var enn skemmtilegra að lesa þennan ágæta ritdóm. Nokkuð djúpar pælingar. Kolbrún gæti lært heilmikið af Davíð.

Hösmagi er að þyngjast. Étur á við 2 graðfola þessa dagana. Þorskalýsi og konfekt hjálpa til, fíkjur og saftige dadler. Það veitir heldur ekki af kjarngóðu eldsneyti í svona leiðindatíðarfari. Kveðjur frá okkur Rækó, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, Fljótandi heimurinn var ári góður. Best so far, ekki spurning.
Annars samhryggist ég þér innilega með snjóinn. Enginn snjór sést hér síðan einhvern tíma í hitteðfyrra (fyrir utan nokkurra daga gusu síðasta vetur). En nú er bara einn og hálfur mánuður í mesta lagi eftir af íslenskum vetri. Það er nú ekki mikið.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online