Friday, February 29, 2008

 

Bónorðsdagur.

Ég var að lesa það á vef einnar bloggvinkonu minnar á moggablogginu að þessi dagur væri sérlegur bónorðsdagur kvenna. Samkvæmt gamalli hefð frá tólfhundruðogeitthvað. Bara þessi dagur á fjögurra ára fresti. Sennilega vita fáar þetta því enginn hefur leitað á mig það sem af er degi. Þetta líka prýðisgóða mannsefni. Ég er svo sem ekkert að bíða eftir einu eða neinu. Nema vorinu að sjálfsögðu.Bólar ekki á því enn og það varð aftur að moka planið framan við Ástjörn 7 í gær. En samkvæmt kortum er von á roki og rigningu þann 5. Það verður góð afmælisgjöf. Ég verð reyndar í höfuðborginni framan af degi. Kannski hugar maður að almennilegum þrifum grænu þrumunnar eftir þá ferð. Annars væri svarthvíta þruman meira réttnefni nú. Felgurnar svartar af tjöru og annað hvítt af salti. Algert ógeð. Það verður ljúf tilvera þegar þessu leiðindatíðarfari lýkur.

Lambalæri í hádeginu á dag. Þegar ég kom heim svaf Kimi á bakinu í fullri lengd. Fyndin og skemmtileg sjón. Hann vaknaði þó fljótlega til að heilsa sínum besta vini.En ekki heillaði útiveran. Hrökk til baka þegar ég opnaði úridyrahurðina og heldur sig nú innandyra og rækir húsvarðarhlutverkið.

Ég lauk við bók Jóns Kalmans í gær. Hún skilur margt eftir. Mér dettur í hug ungi maðurinn, vinur Bárðar. Tár hans yfir dauða Bárðar sem flutu niður kinnarnar eins og litlir bátar með fullfermi af sorg. Fullfermi af sorg. Hugurinn reikaði 10 ár aftur í tímann. Bara augnablik. Kannski er þetta óður til ljóðrænunnar. Fallegur og úfinn í senn. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Gaman að þú skyldir hafa gaman af Jóni Kalmani. Hann er mikill stílisti og þessi bók nánast eins og langt prósaljóð. Stundum finnst mér reyndar liggja við að sagan drukkni í ljóðrænunni og ákveðin fjarlægð skapast á persónurnar - en sannarlega mikið um fínar setningar. Bestu kveðjur í vetrarbálið, SBS
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online